Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 14
8
MORGUNN
hreyfast um herbergið, eftir beiðni fundarmanna. Þeir
myndast fyrst við ,,sólar-plexus“ á kviði miðilsins og
hreyfast þaðan. Einu sinni sveiflaðist slíkur Ijóshringur,
með hringmynduðum hreyfingum, að mjórri endanum á
lúðri, sem lá á gólfinu fyrir framan miðilinn. Lúðurinn
fór óðara að lyftast frá gólfinu og sveif um herbergið, í
kring um fundarmennina, og sást bláa ljósið fylgja hon-
um eftir. Síðan kom lúðurinn á sama staðinn, og þá sveif
bláa Ijósið frá honum og hvarf við ,,sólar-plexus“ mið-
ilsins.
Hinar svo nefndu „ectoplasma-stengur", sem Englend-
ingar kalla ,,rods“, eru skyldar þessum böndum, sem nú
hefir verið talað um, en þær hafa þó annað hlutverk, þær
eru notaðar til þess að framkvæma með þeim sterkar
hreyfingar og lyfta þungum hlutum. Hjá Jack Webber
tókst ekki að ná myndum af „ectoplasma-stöngunum“.
Þegar tilraunamennirnir leituðu þess, sögðu stjórnend-
urnir hinum megin, að það væri ekki hægt, því að þær
þyldu ekki „infra“-rauða ljósið, en fyrir hefir komið það,
að menn hafa séð þær, þegar nokkur birta hefir verið
höfð á fundunum. Það hefir t. d. orðið á þann hátt, að
þegar hluti,'sem voru að svífa í loftinu, hefir borið fyrir
ljósrák frá illa byrgðum glugga, sást þessi stöng halda
hlutnum uppi, en hún var þetta frá 6—8 þuml. að ummáli.
Stundum hafa ,,ectoplasma-stengurnar“ orðið sýnilegar
fyrir það, að hlutirnir, sem voru að lyftast, voru smurðir
sjálflýsandi efni, svo að þá sá skugga stangarinnar bera
við hlutinn. Algerlega hefir verið gengið úr skugga um,
að þessar stengur gátu ekki verið tilbúnar eða notaðar af
miðlinum, sem sat bundinn í stólnum sínum. Harry Ed-
wards, sem skrásetti skýrslurnar, segist einu sinni hafa
séð slíka „ectoplasma-stöng“ bera við vegg, sem málaður
hafði verið sjálflýsandi efni. Segir hann, að stöngin hafi
verið eins og planki, h. u. b. 4 þumlungar á þykkt. Yið
dökkrautt ljós sáu einu sinni allir fundarmenn slíka stöng
Jíoma út frá „sólar-plexus“ miðilsins. Hún var breiðust
v