Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 16
10
MORGUNN
t. d. hjá frú Crandon í Boston, „Margery“, sem síðasta
hefti MORGUNS flutti minningargrein um, og sem minnzt
er á í grein séra Kristins Daníelssonar síðar í þessu hefti.
í þessum furðulegu talfærum verða orðin til, en svo sýnist
sem venjulegast séu orðin svo veik, að til þess að þau verði
skýrari séu þau látin berast í gegn um lúðurinn, eins og
hljóðauka eða hátalara. Að orðin myndast ekki í radd-
böndum miðilsins, eins og margir vilja þó halda fram,
verður augljóst, þegar stjórnandinn er að tala af vörum
miðilsins jafnhliða því, að röddin talar í lúðrinum. Enn
frekari sönnun þess, að þessar andaraddir koma ekki frá
miðlinum, er sú, að oft heyrast tvær slíkar raddir tala,
sín í hvorum enda herbergisins og þriðja röddin samtímis
af vörum miðilsins. í þessum tilfellum koma raddirnar úr
lúðrunum og eru þá „ectoplasma“-talfærin annaðhvort
rétt við mjórri enda lúðursins eða inni í honum. En lúður-
inn er tengdur miðlinum með „ectoplasma“-bandinu, sem
áður hefir verið minnzt á og ljósmyndað hefir verið á
fundunum með Jack Webber.
Þetta fyrirbrigði nefna sálarrannsóknamenn „beinar
raddir“.
„Sjálfstæðar raddir“ er aftur nafnið á því fyrirbrigði,
að skýrar og greinilegar raddir heyrast tala utan við mið-
ilinn, án þess að notaður sé lúðurinn. Tilraunamönnun-
um, sem störfuðu með Jack Webber, virðist meiri óvissa
um, hvernig þær raddir séu framleiddar-
Á myndunum, sem fylgja skýrslunum um fundi Webb-
ers, sjást þessi ,,ectoplasma“-talfæri, í hulstrinu, sem áð-
ur getur, ýmist fast hjá miðlinum, eða í nokkurri fjar-
lægð frá honum, en þá eru þau tengd honum með „ecto-
plasma“-bandinu. Einnig getur slíkt band legið frá munni
miðilsins og í lúðurinn.
Hljóðin eða orðin, sem myndast í þessum tilbúnu
talfærum, verða nú að berast eftir bandinu, eins og síma-
þræði, í lúðurinn, sem verður fyrir þau eins og hljóð-
magnari eða hátalari, svo sem áður segir. Sennilega er