Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 20
14
MORGUNN
þekkzt að vera höfuð látinna manna. Þessi höfuð hafa
talað við fundarmenn og stundum á öðrum tungumálum
en ensku. Hendur hafa fundarmenn oft séð og fundið,
bæði stórar og sterkar karlmannshendur og smáar barns-
hendur. Þær voru venjulega dálítið þvalar og heitari en
hendur tilraunamanna. Fundarmenn hafa þreifað á hönd-
um eins kínversks stjórnanda, og fundu þá, að á þeim
voru hinar sérkennilega löngu neglur, að kínverskum sið.
Hitinn á þessum holdguðu líkamshlutum, sem þarna
kom í ljós, er ákaflega eftirtektarvert atriði.
Hvaðan kemur þessi hiti?
Ut'frymið, sem þessir líkamshlutar myndast af, er rakt
og lcalt, þegar á því er þreifað. Hvernig geta þá hlutirnir,
sem myndast úr því, orðið heitir? Harry Edwards telur
það sennilegustu skýringuna, að hitinn stafi af því, að
þegar búið sé að líkama, ,,materialisera“, hlutinn, sé
sveifluhraði efnisins orðinn geisilega mikill og af því
muni hitinn stafa. Þetta er að eins tilgáta hans. Hún kann
að vera rétt, en þess er að minnast, að sumpart vegna
ósegjanlegra örðugleika, sem á þessum rannsóknum eru,
og sumpart vegna tregðu vísindamannanna á að rannsaka
þessi efni, vita menn raunverulega enn svo lítið um þau,
að um ekkert er í rauninni enn að ræða annað en tilgát-
ur einar.
í febrúarmánuði 1940 bað stjórnandinn einu sinni um,
að stráð væri hvítu dufti á gólfið, og var gólfið því næst
þakið með því. I rauða ljósinu sást nú greinilega miðill-
inn. Verurnar, sem birtust á fundinum, urðu nú greini-
legar, vegna þess að þær bar við hvítt gólfið. Eftir að
fundinum var lokið kom í ljós, að hvíta duftið var óhreyft
á gólfinu. Þetta sannaði, að verurnar höfðu ekki komið
við gólfið, heldur svifið í lausu lofti um herbergið. Þetta
leiðir þá kynlegu staðreynd í ljós, að þótt þessar líkömuðu
verur sýnist algerlega efniskenndar um stund og fyllilega
áþreifanlegar, eru þær a. m. k. stundum óháðar þyngdar-
lögmálinu. Er hér 1 rauninni um sömu furðulegu stað-