Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 23
MORGUNN
17
þetta fólk reiðist ekki, þótt ég segi, að mér fannst það
vera hlægilegur hópur af trúgjörnum manneskjum.
Fólkið settist. Miðillinn, sem er ungur Walesbúi og
fyrverandi námaverkamaður, var því næst bundinn í arm-
stólinn. Ljósmyndarinn og ég stóðum fyrir utan hringinn.
Ljósin voru slökkt og við sigldum hraðbyri út á haf hins
óþekkta.
Úr koki miðilsins heyrðist hljóð, eins og af rennandi
vatni, við lásum bæn í hálfum hljóðum.
Innan skamms var mér sagt, að nú værum við á landa-
mærunum. Ég var nú ekki meira en svo sannfærður um
að svo væri, en þá fóru að svífa um loftið lúðrar, sem
málaðir voru með sjálflýsandi efni, svo að unnt væri að
fylgja þeim eftir í myrkrinu. Þeir hækkuðu og lækkuðu í
loftinu, og syntu svo rólega um, eins og fiskar.
Miðillinn stundi og barðist við að ná andanum.
Lofsöngvar — lúðrar — var sagt. Þá setti einhver plötu
á grammofóninn, og allir sungu með honum ofur verald-
legt lag. Lúðrarnir „slóu taktinn“ og hentust upp í loftið
á herberginu.
Þá heyrðist bjölluhljómur. Því næst var hlegið dátt, en
þó með nokkrum taugaóstyrk, og enn sungum við.
Bjöllubumba, sem letrað var á „Guð er kærleikur“,
flaug á óskiljanlegan hátt upp í loft og dansaði þar yfir
höfðum okkar.
Hinn korrandi, óþægilegi andardráttur miðilsins heyrð-
ist enn, og eftir nokkur óljós högg heyrðist barnsrödd tala
í gegn um einn lúðurinn, sem nú var all fjarri þeim stað,
sem hann hafði legið á í fundarbyrjun. Röddin var eins
og þreytuleg og ekki glaðleg, en fullyrti þó, að hún væri
mjög hamingjusöm. Fleiri raddir töluðu.
Nú var vatni dreift um herbergið, en þar hafði ekki
verið dropi af vatni, þegar þessi samkoma hófst, og nú
flugu bækur fram úr bókahillunum. Því næst hreyfðist
borð.
Miðillinn lá enn, bundinn í stólnum sínum.
2