Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Side 25

Morgunn - 01.06.1943, Side 25
MORGUNN 19 mig því, að leita sannleikans. Og þótt margir af vinum mínum kunni nú að halda, að ég sé orðinn brjálaður, get ég að eins svarað þeim þessu: ÉG SÁ ÞETTA GERAST!“ Ég veit ekki, hvort unnt er að kveða fastar að orði en þessi blaðamður gerir, og þetta sagði hann meðan ægi- legasta loftárásaregnið dundi á Lundúnaborg. Reimleikar sumarið 1941. „Fleira er það á himni og jörð, en heimspeki þína grunar“, sagði skáldjöfurinn Shakespeare, og það hafa fleiri vitað en hann, því að um aldaraðir hefir íslenzk al- þýða vitað af eigin reynd, að til eru þau fyrirbrigði, sem engin mannleg speki kann að skýra. Ein þessi fyrirbrigði er reimleikarnir svo nefndu, sem mjög er sagt frá í þjóð- sögunum og margar óskráðar sögur um lifa vafalaust enn á vörum almennings. Að reimleikarnir með gamla sniðinu eru ekki allir undir lok liðnir ætla ég þessari frásögn að sanna, en ég hefi fært hana í letur eftir manninum, sem hér kemur við sögu og er mér persónulega kunnur. Nöfn eru hér ekki birt, en þau eru geymd hjá mér. Nú læt ég frásögn H. koma, en honum segist þann- ig frá: Það var um sumarið 1941, að ég var í kaupavinnu á sveitabæ, sem við nefnum B. Rösklega klukkustundargang frá bænum var kofi, sem ætlaður var heyskaparfólki, og hafði áður verið notaður til þess. Kofinn stendur á slétt- lendi og rennur allstór á þar skammt frá. Kofanum var þannig skipt, að í öðrum endanum var afþiljað eldhús, þar var olíuvél og eldunartæki. Að utan var gengið inn í svefn- skálann og úr honum aftur inn í eldhúsið. Á sama bæ var ungur maður, mér vel kunnugur, og hafði hann sofið einn í skálanum áður en saga þessi hefst. 2*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.