Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 25
MORGUNN
19
mig því, að leita sannleikans. Og þótt margir af vinum
mínum kunni nú að halda, að ég sé orðinn brjálaður, get
ég að eins svarað þeim þessu: ÉG SÁ ÞETTA GERAST!“
Ég veit ekki, hvort unnt er að kveða fastar að orði en
þessi blaðamður gerir, og þetta sagði hann meðan ægi-
legasta loftárásaregnið dundi á Lundúnaborg.
Reimleikar sumarið 1941.
„Fleira er það á himni og jörð, en heimspeki þína
grunar“, sagði skáldjöfurinn Shakespeare, og það hafa
fleiri vitað en hann, því að um aldaraðir hefir íslenzk al-
þýða vitað af eigin reynd, að til eru þau fyrirbrigði, sem
engin mannleg speki kann að skýra. Ein þessi fyrirbrigði
er reimleikarnir svo nefndu, sem mjög er sagt frá í þjóð-
sögunum og margar óskráðar sögur um lifa vafalaust enn
á vörum almennings.
Að reimleikarnir með gamla sniðinu eru ekki allir undir
lok liðnir ætla ég þessari frásögn að sanna, en ég hefi
fært hana í letur eftir manninum, sem hér kemur við sögu
og er mér persónulega kunnur. Nöfn eru hér ekki birt, en
þau eru geymd hjá mér.
Nú læt ég frásögn H. koma, en honum segist þann-
ig frá:
Það var um sumarið 1941, að ég var í kaupavinnu á
sveitabæ, sem við nefnum B. Rösklega klukkustundargang
frá bænum var kofi, sem ætlaður var heyskaparfólki, og
hafði áður verið notaður til þess. Kofinn stendur á slétt-
lendi og rennur allstór á þar skammt frá. Kofanum var
þannig skipt, að í öðrum endanum var afþiljað eldhús, þar
var olíuvél og eldunartæki. Að utan var gengið inn í svefn-
skálann og úr honum aftur inn í eldhúsið. Á sama bæ var
ungur maður, mér vel kunnugur, og hafði hann sofið einn
í skálanum áður en saga þessi hefst.
2*