Morgunn - 01.06.1943, Page 26
20
MORGUNN
I ágústbyrjun, eða alveg um mánaðamótin júlí—ágúst,
biður húsbóndi minn mig, að sofa í skálanum um skeið,
sennilega vegna þess, að með því móti gat ég verið fyrr
kominn að slætti, en heyskapur var byrjaður á engjunum
við skálann. Ég játti því og flutti mig í skálann.
Um klukkan tíu um kvöldið fór ég að hátta, en hitt fólk-
ið var farið heim. En á ellefta tímanum, áður en ég var
sofnaður, gerðust þau undur, sem nú skal greina. Ég heyri,
að talsverður hávaði verður fyrir utan kofann, en átti ekki
á slíku von, því að enginn máður var nálægur og engin
skepna. Fyrst var eins og umgangur í kring um kofann,
og síðan er eins og farið sé að ráðast á hann óþyrmilega.
Fyrir utan stóð stáltunna, með einhverri olíu í. Það var
eins og væri verið að velta einhverju eftir tunnubotninum
og síðan komu þung högg, rétt eins og verið væri að reyna
að slá úr henni sponsið. Frá kofanum og í staur fyrir utan
lá vírþráður, sem sennilega hafði áður verið notaður til
að hengja á hann þvott. Nú var farið að sarga í snúrunni,
og lét einkennilega hátt og ýlfrandi í henni, líkast því,
sem væri verið að strjúka eftir henni með járnstöng. Þess
á milli var ráðizt á kofann með miklum þunga, og heyrð-
ist mér, sem væri verið að rífa hann og spæna viðina í
sundur. Enn fremur heyrði ég glögglega ógeðslegan blást-
ur, líkastan því, sem köttur væri að hvæsa, voru þessi
hljóð hávær og greinileg. Eftir all langa stund fór ég út
til að reyna að komast eftir hverju ósköp þessi sættu, en
sá ekki neitt, enga lifandi veru, sem heldur ekki var von
til. Þá hættu ósköpin um sinn, en hófust brátt aftur.
Þannig gekk það lengi nætur, að það hætti öðru hvoru,
en hófst jafnan á nýjan leik með enn meira krafti en fyrr.
Undir birtingu hætti þetta með öllu og þá sofnaði ég.
Blæjalogn var alla nóttina, þó var öðru hvoru eins og mik-
ill veðragnýr dyndi á kofanum, og þótti mér það meira
en kynlegt, eins og nærri má geta.
Þrjár nætur var ég einsamall í kofanum, og gekk allt
af eins, nema hvað út yfir tók síðustu nóttina, því að þá