Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 26

Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 26
20 MORGUNN I ágústbyrjun, eða alveg um mánaðamótin júlí—ágúst, biður húsbóndi minn mig, að sofa í skálanum um skeið, sennilega vegna þess, að með því móti gat ég verið fyrr kominn að slætti, en heyskapur var byrjaður á engjunum við skálann. Ég játti því og flutti mig í skálann. Um klukkan tíu um kvöldið fór ég að hátta, en hitt fólk- ið var farið heim. En á ellefta tímanum, áður en ég var sofnaður, gerðust þau undur, sem nú skal greina. Ég heyri, að talsverður hávaði verður fyrir utan kofann, en átti ekki á slíku von, því að enginn máður var nálægur og engin skepna. Fyrst var eins og umgangur í kring um kofann, og síðan er eins og farið sé að ráðast á hann óþyrmilega. Fyrir utan stóð stáltunna, með einhverri olíu í. Það var eins og væri verið að velta einhverju eftir tunnubotninum og síðan komu þung högg, rétt eins og verið væri að reyna að slá úr henni sponsið. Frá kofanum og í staur fyrir utan lá vírþráður, sem sennilega hafði áður verið notaður til að hengja á hann þvott. Nú var farið að sarga í snúrunni, og lét einkennilega hátt og ýlfrandi í henni, líkast því, sem væri verið að strjúka eftir henni með járnstöng. Þess á milli var ráðizt á kofann með miklum þunga, og heyrð- ist mér, sem væri verið að rífa hann og spæna viðina í sundur. Enn fremur heyrði ég glögglega ógeðslegan blást- ur, líkastan því, sem köttur væri að hvæsa, voru þessi hljóð hávær og greinileg. Eftir all langa stund fór ég út til að reyna að komast eftir hverju ósköp þessi sættu, en sá ekki neitt, enga lifandi veru, sem heldur ekki var von til. Þá hættu ósköpin um sinn, en hófust brátt aftur. Þannig gekk það lengi nætur, að það hætti öðru hvoru, en hófst jafnan á nýjan leik með enn meira krafti en fyrr. Undir birtingu hætti þetta með öllu og þá sofnaði ég. Blæjalogn var alla nóttina, þó var öðru hvoru eins og mik- ill veðragnýr dyndi á kofanum, og þótti mér það meira en kynlegt, eins og nærri má geta. Þrjár nætur var ég einsamall í kofanum, og gekk allt af eins, nema hvað út yfir tók síðustu nóttina, því að þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.