Morgunn - 01.06.1943, Page 34
28
MORGUNN
Þetta er einkennilegur kvenmaður, fölsk og full af hræsni,
hún er andlega móðursjúk. Samt sem áður er hún þó hug-
sjónadáandi öðrum þræði, sálarlíf hennar er dularfullt
og einkennilegt, hana er stöðugt að dreyma um framtíð-
ina, og þetta er styrkur hennar. Hún er þyrst í ævintýri,
og hún finnur þau, hún skapar sér ný og ný áhyggjuefni,
er tíðum sjálfri sér til ama og leiðinda, hugur hennar
hvarflar frá einu mannsefninu til annars. Ósköp er stúlk-
an undarleg, mér virðist hún hálf brjáluð.
Hún er fram úr hófi ósvífin, full af hræsni og lygin
mjög, þetta getur orðið mjög hættulegt, einkum þegar þess
er gætt, að hún svífst einskis, þegar hún vill koma ein-
hverju fram. Uppistaðan í skapgerð hennar og tilfinn-
ingalífi er ímyndun, yfirdrepskapur og yndirhyggja.
Sálarlíf hennar brestur með öllu jafnvægi, augnaráð
hennar er þó stillilegt og rólegt, engan grunar að hún hafi
slíkan mann að geyma. Hún veldur nánustu vandamönn-
um sínum tíðum takmarkalausri undrun. Hún er sann-
arlega undarleg kona. Ævintýraþorsti hennar er tak-
markalaus og siðgæðisskoðanir hennar eru mjög reikul-
ar, þetta er illt. Stundum er hún sauðþrá og er þá föst og
ákveðin, en líkleg til að fremja eina heimskuna annari
verri. Foreldrar hennar voru orðnir rosknir, þegar hún
fæddist. 1 daglegri framkomu er hún aðlaðandi og ástúð-
leg, en sækist mjög eftir smjaðurkenndu hrósi. Hana
skortir mjög heilbrigða skynsemi og dómgreind, hún er
tilfinningalaus, og á eftir að rata í mörg ævintýri. Hún
óttast ekkert né hræðist, hún girnist taumlaust sjálfræði
og athafnafrelsi. Dómgreind hennar sljóvgast með aldrin-
um. Þetta er hættuleg kona, mjög hættuleg. ímyndanir
þær, sem hún elur innra með sér, enda í ofsa og óhemju-
skap, hún er miklu hættulegri heldur en þótt brjáluð væri,
af því að menn taka hana alvarlega. Vitfirringsleg duttl-
ungahneigð hennar beinist bæði að konum og körlum í
senn, hún svífst einskis í ástleitni sinni, enda er þetta það
eina, sem hún hefir áhuga fyrir. Hún er mjög leiðinda-