Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Side 38

Morgunn - 01.06.1943, Side 38
32 MORGUNN eftir örstutta stund hættir hann að anda. Staðurinn, þar sem hann liggur, er ekki langt frá húsinu“. „Athugaðu götuna frá húsinu, sem liggur niður að vatninu“. „Það liggja tvær götur frá húsinu, önnur þeirra beygir upp á við, en hin liggur niður að vatninu, hann fór þá síðar nefndu, hann gekk hana“. „Lýstu staðnum, þar sem hann liggur, svo greinilega, að unnt reynist að þekkja hann“. „Ég sé nokkra steina — mjög stór tré — og vatn. Ég sé lík — það liggur á rakri jörðinni. Hann er sköllóttur, nef- ið er langt, fyrir ofan eyrun og í hnakkanum eru hvítir hárlokkar, hann er í síðum frakka — voðfelldri skyrtu — hendurnar eru krepptar — hann virðist hafa meitt sig á einum fingrinum, hann er mjög ellilegur, andlitið hrukk- ótt, neðri vörin máttlítil, slapandi — ennið mjög hrukkótt, hátt og svipmikið — hann liggur á hægri hliðinni, annar fóturinn er krepptur“. „Hvers vegna datt hann?“ spurði ég. „Hann lét fallast niður, hann var utan við sig — rugl- aður — Hann flúði heiman frá sér, hann grunaði að hann væri að dauða kominn — hann langaði til að deyja og lét fallast á jörðina, hún var þá nokkuð blaut, en hún er miklu blautari nú, rigningin hefir bleytt hana“. „Steinar í krítar eða leirkenndum jarðvegi, þar sem varla sjást klettar, stór tré og vatn“. Ég leit svo á, að þetta hlyti að nægja til þess að hr. Mirault yrði unnt að finna stað þenna, ef lýsing miðilsins væri að öðru leyti í samræmi við veruleikann. Mér var einnig ljóst, að frú Morel hafði sagt frá öllu því, er hún hafði orðið áskynja í dásvefninum við þessa fyrstu tilraun, svo að ég gekk ekki fastar eftir hugsanlegum upplýsingum, en beindi undursamlegum skynhæfileikum frúarinnar að léttari við- fangsefnum. Ég sendi hr. Mirault þegar skýrslu um það, er gerzt hafði á fundi þessum, og vakti hún mikla athygli, ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.