Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 38
32
MORGUNN
eftir örstutta stund hættir hann að anda. Staðurinn, þar
sem hann liggur, er ekki langt frá húsinu“.
„Athugaðu götuna frá húsinu, sem liggur niður að
vatninu“.
„Það liggja tvær götur frá húsinu, önnur þeirra beygir
upp á við, en hin liggur niður að vatninu, hann fór þá
síðar nefndu, hann gekk hana“.
„Lýstu staðnum, þar sem hann liggur, svo greinilega, að
unnt reynist að þekkja hann“.
„Ég sé nokkra steina — mjög stór tré — og vatn. Ég sé
lík — það liggur á rakri jörðinni. Hann er sköllóttur, nef-
ið er langt, fyrir ofan eyrun og í hnakkanum eru hvítir
hárlokkar, hann er í síðum frakka — voðfelldri skyrtu —
hendurnar eru krepptar — hann virðist hafa meitt sig á
einum fingrinum, hann er mjög ellilegur, andlitið hrukk-
ótt, neðri vörin máttlítil, slapandi — ennið mjög hrukkótt,
hátt og svipmikið — hann liggur á hægri hliðinni, annar
fóturinn er krepptur“.
„Hvers vegna datt hann?“ spurði ég.
„Hann lét fallast niður, hann var utan við sig — rugl-
aður — Hann flúði heiman frá sér, hann grunaði að hann
væri að dauða kominn — hann langaði til að deyja og lét
fallast á jörðina, hún var þá nokkuð blaut, en hún er miklu
blautari nú, rigningin hefir bleytt hana“.
„Steinar í krítar eða leirkenndum jarðvegi, þar sem
varla sjást klettar, stór tré og vatn“. Ég leit svo á, að
þetta hlyti að nægja til þess að hr. Mirault yrði unnt að
finna stað þenna, ef lýsing miðilsins væri að öðru leyti í
samræmi við veruleikann. Mér var einnig ljóst, að frú
Morel hafði sagt frá öllu því, er hún hafði orðið áskynja
í dásvefninum við þessa fyrstu tilraun, svo að ég gekk
ekki fastar eftir hugsanlegum upplýsingum, en beindi
undursamlegum skynhæfileikum frúarinnar að léttari við-
fangsefnum.
Ég sendi hr. Mirault þegar skýrslu um það, er gerzt
hafði á fundi þessum, og vakti hún mikla athygli, ekki