Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Side 43

Morgunn - 01.06.1943, Side 43
MORGUNN 37 á vinstri handar götuna, gengur á hægri brún hennar, heldur á stafnum og köflóttum vasaklút, sé hann fara meðfram girðingu og fara inn í skóginn eftir götu, sem naumast er unnt að greina frá aðalbrautinni, ætlun hans er að fela sig. Þaðan, sem líkami hans liggur, sést hvorki húsið eða verkfæraskýlið, það sést að eins frá aðalbrautinni. Hann komst aldrei langt inn í skóginn. Þar, sem hann liggur, sýnist vera örlítil brekka eða ofurlítill halli á jarðveg- inum“. Leit var hafin að nýju eftir að hlutaðeigendum barst þessi nákvæma lýsing frú Morel, og var ákveðið að leita að eins í þeim hluta skógarins, sem lýsing frúarinnar virt- ist geta átt við, en þessi hluti hans var vaxinn kjarri og runnagróðri. Mönnum bar saman um, að ef frú Morel hefði skynjað staðhætti rétt, þá hlyti að vera auðið að finna líkið. Stór lækur rennur gegn um þetta skógarsvæði og í rigningum vex hann mjög, flóir yfir bakka sína og myndar polla og smátjarnir á víð og dreif. Mirault valdi nú fimm menn til þess að kanna þennan skógarreit og ráð- lagði þeim að fylgja læknum. Eftir nokkura stund hrópaði einn leitarmannanna til félaga sinna: „Þarna eru þá stein- arnir, sem frúin hefir talað um, ég sé stóra steininn þarna, þarna sér í vatn rétt hjá, máske að líkið sé þarna“. Þegar hann hafði gengið nokkurum skrefum lengra sá hann þegar lík gamla mannsins. Þar sem hann lá var skóglaus blettur, sem þorpsbúum og starfsfólki sveitaset- ursins hafði sézt yfir, er þeir leituðu þar áður, þótt allir leitarmanna væru vel kunnugir staðháttum og umhverfi. Mirault hringdi þegar til mín, er líkið hafði fundizt. Klukkustundu síðar var ég þangað kominn. Ég athugaði staðinn mjög vandlega ásamt fleirum, er aðstoðuðu okk- ur. Nákvæma skýrslu um þetta og allt, er málið varðar, er að finna í apríl-hefti Annales des Sciences pshychiques
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.