Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 43
MORGUNN
37
á vinstri handar götuna, gengur á hægri brún hennar,
heldur á stafnum og köflóttum vasaklút, sé hann fara
meðfram girðingu og fara inn í skóginn eftir götu, sem
naumast er unnt að greina frá aðalbrautinni, ætlun hans
er að fela sig.
Þaðan, sem líkami hans liggur, sést hvorki húsið eða
verkfæraskýlið, það sést að eins frá aðalbrautinni. Hann
komst aldrei langt inn í skóginn. Þar, sem hann liggur,
sýnist vera örlítil brekka eða ofurlítill halli á jarðveg-
inum“.
Leit var hafin að nýju eftir að hlutaðeigendum barst
þessi nákvæma lýsing frú Morel, og var ákveðið að leita
að eins í þeim hluta skógarins, sem lýsing frúarinnar virt-
ist geta átt við, en þessi hluti hans var vaxinn kjarri og
runnagróðri. Mönnum bar saman um, að ef frú Morel
hefði skynjað staðhætti rétt, þá hlyti að vera auðið að
finna líkið. Stór lækur rennur gegn um þetta skógarsvæði
og í rigningum vex hann mjög, flóir yfir bakka sína og
myndar polla og smátjarnir á víð og dreif. Mirault valdi
nú fimm menn til þess að kanna þennan skógarreit og ráð-
lagði þeim að fylgja læknum. Eftir nokkura stund hrópaði
einn leitarmannanna til félaga sinna: „Þarna eru þá stein-
arnir, sem frúin hefir talað um, ég sé stóra steininn
þarna, þarna sér í vatn rétt hjá, máske að líkið sé þarna“.
Þegar hann hafði gengið nokkurum skrefum lengra sá
hann þegar lík gamla mannsins. Þar sem hann lá var
skóglaus blettur, sem þorpsbúum og starfsfólki sveitaset-
ursins hafði sézt yfir, er þeir leituðu þar áður, þótt allir
leitarmanna væru vel kunnugir staðháttum og umhverfi.
Mirault hringdi þegar til mín, er líkið hafði fundizt.
Klukkustundu síðar var ég þangað kominn. Ég athugaði
staðinn mjög vandlega ásamt fleirum, er aðstoðuðu okk-
ur. Nákvæma skýrslu um þetta og allt, er málið varðar,
er að finna í apríl-hefti Annales des Sciences pshychiques