Morgunn - 01.06.1943, Síða 44
38
MORGUNN
1914. Fylgir henni nákvæmur uppdráttur af stað þessum
og 9 ljósmyndir, en hér eru að eins tök á að birta aðal-
niðurstöðurnar.
Staðurinn, þar sem líkið fannst■
Gamli maðurinn lá endilangur á jörðinni á skóglausum
bletti inni í kjarrinu. í 10 metra fjarlægð gat að líta þúst
mikla, er var líkari hálf mosagrónum steini en nokkuru
öðru, en nánar aðgætt kom í ljós, að þetta var mosagróinn
trjákubbur. Þar sem líkið lá var slétt, en um 4 metra frá
þeim stað hallar jarðveginum dálítið niður á við að smá-
tjörn, sem lækurinn hafði myndað, eini lækurinn í þess-
um skógarhluta. Hinum megin við lækinn mátti einnig sjá
mosagróna trjákubba, minni en þann, sem áður getur,
þeir voru einnig naumast þekkjanlegir frá steinum, er á
þá var horft úr fjarlægð. Nokkurum metrum fjær gat að
líta allstór tré og 40 metra í burtu var stórt tré, og sagði
Mirault, að það væri hæsta tréð í öllum skóginum á land-
areigninni.
Líkið.
Lýsing frú Morel reyndist hárnákvæm og rétt í öllum
atriðum. Hann var klæddur síðum frakka, flónelsskyrtu,
hvítri með svörtum röndum, kraginn víður og niðurliggj-
andi. Þá var hann einnig með stóran, köflóttan vasaklút.
Athugun á staðháttum og staðreyndum sýnir og sann-
ar, að þetta er staður sá, sem frú Morel hafði lýst. Frá
húsinu, þar sem gamli maðurinn átti heima, og þangað,
sem lík hans fannst, eru um 640 m. í beinni línu, en vegar-
lengdin, sem hann fór eftir aðalveginum og götunni út frá
henni, reyndist vera um 1 km., eða nánar tiltekið 1008
metrar. „Ekki langt frá húsinu“, sagði frú Morel. -
„Ég hefi sagt frá þessu atviki hér“, segir dr. Osty í bók
sinni: Supernormal Faculties in Man, sökum þess, að það
er einfalt, sérkennandi fyrir þessa tegund sálrænna skyn-
hæfileika, en veruleik þeirra og greinimátt er engin leið