Morgunn - 01.06.1943, Síða 46
40
MORGUNN
hendi. En um slíkt getur ekki verið að ræða hér, þegar
þess er gætt, að hlutur sá, sem notaður var við þessa til-
raun, hafði aldrei verið fluttur á þennan stað, þar sem
andlát Lerasle bar að, en verður eigi að síður til þess að
upplýsingar fengust um afdrif hans.
Einar Loptsson þýddi.
Tschokke,
hinn al-kunni, svissneski rithöfundur, segir í sjálfsævi-
sögu sinni frá merkilegum dæmum þeirra sálrænu hæfi-
leika, sem hann var gæddur.
„Stundum kom það fyrir — segir hann — þegar ég
mætti í fyrsta sinn bráðókunnugu fólki, að ég sá samfelld-
ar, eins og draumkenndar og þó ljósar myndir úr lífi þess,
stundum heila viðburðaröð, en stundum að eins einstaka
atburði. Sýnirnar stóðu yfir í nokkrar mínútur".
Sem dæmi þessarar reynslu sinnar segir hann frá at-
burði, sem gerðist í veitingahúsi einu upp í sveitinni.
Ungur maður, sem sat þar að snæðingi, fór háðslegum
orðum um sálrænar gáfur Svisslendinga, en rithöfundur-
inn gaf honum heldur ónotalega ráðningu. Hann sagði
honum, í sönnunarskyni fyrir hinum sálrænu gáfum, og
í viðurvist allra hinna undrandi borðgesta, frá atviki í
liðnu lífi hans, sem var í fyllsta máta óþægilegt fyrir unga
manninn að fá afhjúpað í viðurvist margra votta. Hann
bar sig heldur ekki eins borginmannlega eftir ráðninguna
og hann hafði gert á undan henni.
Líkar frásagnir hefir vel þekkt ensk kona birt um sína
reynslu.
Þegar fundum hennar bar í fyrsta sinn saman við eig-
inmann góðrar vinkonu sinnar sá hún hann fyrir sér sem
skóladreng, sem verið var að veita mjög óvirðulega refs-
ingu. Síðar var hægt að ganga úr skugga um að atburð-
urinn hafði raunverulega gerzt,