Morgunn - 01.06.1943, Side 57
MORGUNN
51
ingum, og slíkar orðsendingar birtir hann frá hermönn-
um, sem fallið hafa á vígstöðvunum heima í Englandi, í
Grikklandi, á Krít, í Libyu, í Asíu, á hafinu, frá pólskum
flugmanni og norskum kaupmanni.
Þegar er greinarnar fóru að birtast fékk blaðið bréf frá
fiölmörgum lesendanna. Af 200 fyrstu bréfunum voru 25
frá ákveðnum andstæðingum spiritismans, 75 frá þakk-
látum spiritistum og 100 frá öðrum þakklátum lesendum,
sem óskuðu frekari leiðbeininga til að kynnast málinu
nánara.
Hvert er innihald þessara orðsendinga? Það er marg-
víslegt, enda komið frá mörgum og ólíkum mönnum, og
mun MORGUNN e. t. v. sjá sér fært að greina lsendum
sínum nánar frá því síðar. Lýsingar hinna látnu hermanna
bera eðlilega allar svip þess, að þeir hljóta skyndilegan og
óvæntan dauðdaga og eru óviðbúnir breytingunni, jafnvel
þótt þeir standi í eldinum á vígvellinum. Þess vegna eru
sumar þessar lýsingar á andlátinu sjálfu og því, sem fyrst
kemur þar á eftir, nokkuð á annan veg en það, sem algeng-
ast er að fólk, sem andast á sjúkrabeði, segi oss um sama
efni. Þann fagnaðarboðskap kveðst marskálkurinn þó lesa
úr þessum orðsendingum öllum, að látnu hei'mennirnir lifi
fyllra lífi en hér á jörðu og að þeir séu flestir hamingju-
samari í nýju heimkynnunum en þeir voru hér.
Sir Hugh Dowding er hermaður. Honum finnst sú stað-
reynd ekkert ægileg, að flestir hermannanna virðast
vakna, eftir andlátið, á vígvellinum sjálfum, eftir örstutt
meðvitundarleysi, og honum sýnist falla vel í geð, að í
frásögnum sínum gera hinir látnu hermenn enga tilraun
í þá áttina að bregða neinum paradísarljóma yfir lýsing-
ar sínar af því, er þeir vakna af meðvitundarleysi dauða-
augnabliksins.
Vegna hernaðarfrægðar höfundarins og þeirra afburða
ástsælda, sem hann nýtur, mun greinaflokkur hans í „Sun-
day Pictorial“ verða afar mikið lesinn og mörgum til
4*