Morgunn - 01.06.1943, Side 59
MORGUNN
53
Á síðustu áratugum hefir kirkjunni verið að opnast leið
til að mæta efasemdum mannanna með staðreyndum og
tryggja þann skilning á ýmsu því, sem mönnum hefir áð-
ur verið óskiljanlegt í hinni helgu bók, að þeir þyrftu ekki
að missa trúna á sannleiksgildi þess, þegar þeir vaxa að
viti og árum og fara að gera kröfur til að skilja það, sem
þeir gerðu ekki kröfur til að skilja sem börn. Séra Har-
aldur Níelsson þreyttist aldrei á að benda kirkju sinni á
þessa leið, og það er yfir allan efa hafið, að í þær leiðbein-
ingar sótti mikill fjöldi lærisveina hans þrek til að tak-
ast á hendur prestlegt starf.
Um þessa leið til skilnings á torráðnum rúnum trúar-
bókar vorrar langar mig að fara nokkurum orðum.
Fyrsta spurningin, sem í huganum vaknar, er vér för-
um að athuga frásagnirnar af höfuðpersónum Gltm., er
sú, hvers vegna einmitt þeir hafi orðið leiðtogar þessarar
merkilegu þjóðar.
Ef vér leitum í Ritningunni sjálfri svars við þessari
spurning, sjáum vér fljótt, að það var ekki vegna siðferði-
legra yfirburða, að menn voru valdir til leiðtoga ísraels,
því að margir voru þeir siðferðilega ófullkomnir menn,
stórbrotlegir við lögmál Jahve. Ekki voru það heldur vits-
munirnir, lærdómurinn né ættgöfgin, sem valinu réð, því
að sumir leiðtoganna voru alls óþekktir og börn að aldri,
þegar þeir voru kallaðir til starfsins, en hvað réð köllun
þeirra ?
Við nánari athugun kemur það upp úr kafinu, að
þessir menn höfðu þá hæfileika, sem nú á tímum eru
nefndir „sálrænar gáfur“, en Páll postuli nefndi „náðar-
gáfur“ eða „andagáfur". Allir höfðu þeir hæfileika til þess
að veita viðtöku leiðsögn frá annari veröld, og við þetta
var köllun þeirra fyrst og fremst miðuð, að þeir gæti orð-
ið farvegur fyrir þessa leiðsögn að ofan með þjóðinni, sem
var til þess kjörin af guðlegri forsjón að leysa af hendi
mikið verk til blessunar fyrir allar þjóðir jarðar.