Morgunn - 01.06.1943, Síða 60
54
MORGUNN
Ef vér höfum það í huga, að leiðtogar ísraelsþjóðarinn-
ar voru vegna sálrænna hæfileika sinna miSlar, milligöngu-
menn milli æðri máttarvalda og jarðarinnar, opnast oss
nýr skilningur á ýmsu því, sem vér skiljum að öðrum
kosti ekki. Það hlýtur að koma að því, að kirkjan sjái, að
þarna er lykilinn að finna að leyndardóminum um höfuð-
persónur Ritningarinnar. Þeir höfðu samband við ójarð-
neska veröld, og með þeim voru þau öfl starfandi, sem
vér þekkjum fyrir rannsóknir margra mikilhæfra manna,
að eru vakandi með mannkyninu enn og birtast oss enn í
öllum þeim höfuðmyndum, sem Ritningin greinir frá. Fyr-
ir afkristnun og efnishyggju síðustu aldanna var megin
þorri manna á Vesturlöndum hættur að trúa þeim yfir-
venjulegu fyrirbrigðum, sem Ritningin segir frá. Þá komu
fram vitrir og mikilhæfir menn, sem töldu það ómaksins
vert, að reyna að rannsaka, hvort þessi gömlu sannindi
hinnar helgu bókar væri eins mikil vitleysa og raunvís-
indin vildu vera láta. „Hvernig eigum vér að skilja þetta?“
spurðu þeir, og þeir kusu einu leiðina, sem var fær: Þeir
fóru að rannsaka, hvort þessir undarlegu hlutir, sem kirkj-
an var að gefast upp við að fá menn til að trúa, væri ekki
enn að gerast. Þeir sáu það, sem kirkjan er ekki farin að
skilja enn, að það er algerlega vonlaust mál, að menn fá-
ist til að trúa því, að einhverjir furðulegir hlutir hafi
gerzt fyrir þúsundum ára, ef þeir gerast ekki enn í dag.
Ég verð að fara fljótt yfir sögu, en með fáum dæmum
langar mig til þess að færa sönnur á þá staðhæfing mína,
að frásagnirnar af forystumönnum og guðsmönnum ísra-
els verði ekki skildar sé því gleymt, að þeir voru búnir
merkilegum sálrænum gáfum, og að í krafti þeirra hæfi-
leika unnu þeir máttarverk, sem öllum mönnum á að vera
mögulegt að sannfærast um, að voru ekki bláber hégómi,
af hliðstæðum fyrirbrigðum, sem gerast enn í dag.