Morgunn - 01.06.1943, Page 61
MORGUNN
55
ABRAHAM.
Þá er fyrst að minnast ættföðurins Abrahams, manns-
ins, sem var til þess af Guði kjörinn, að skapa ísraelsþjóð-
ina og leiða þróun hennar á fyrsta áfanganum.
Af fyrstu Mósebók sjáum vér, að Abraham hefir bæði
séð dulsýnir og heyrt dulheyrnir. Hann heyrir ,,orð Jahve“
og sér hann. Þessi vera, sem hann nefnir Jahve, leggur
áætlun fyrir mikilsverðustu atvikin í lífi hans, uppörvar
hann og veitir honum leiðsögn, og svo ómissandi verður
hún Abraham, að hann byggir altari, þar sem hann á sam-
fundi við hana. Á einni slíkri samverustund, þegar myrkr-
ið er að falla á, og skilyrðin þannig að skapast fyrir sál-
ræn fyrirbrigði, tekur veran hann í djúpan svefnhöfga,
sem nú er nefndur „trans“, á við hann merkilegt samtal
og segir honum fyrir atburði í lífi hans og afkomenda
hans um fjögur hundruð ókomin ár.
Þannig er Abraham undir stöðugri vernd og leiðsögn
þessarar veru, — en hver er hún? Er þetta raunverulega
sjálfur Guð, hinn mikli skapari himins og jarðar, hin
volduga æðsta vera, sem er að baki allrar heimsrásarinn-
ar? Frá sjónarmiði kristinna manna er það óhugsandi,
því að í Jóhannesarguðspjalli segir: „Enginn maður hefir
nokkuru sinni séð Guð“. Vér trúum því ekki, að Guð birt-
ist í mannlegu gervi, því að „Guð er andi“ og talar ekki
við jarðneska menn eins og maður við mann í mannlegu
holdi. Enn fremur er margt af því, sem þessi vera segir
við Abraham og aðra menn hins gamla sáttmála, ekki
þannig, að vér getum hugsað oss, að sjálfur Guð hafi tal-
að það. En hver er hún þá, þessi vera? Hún kann að hafa
verið einn af þjónum hans, einn af englum hans, sem
Abraham gat haft samband við vegna hinna sálrænu hæfi-
leika sinna. Slík dæmi hafa menn þekkt um allar aldir og
vér þekkjum þau enn í dag, og þetta er eina skynsamlega
skýringin, sem vér getum gefið, á sambandi ættföðurins,
Abrahams, og þessarar dularfullu, ójarðnesku veru, sem