Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Síða 61

Morgunn - 01.06.1943, Síða 61
MORGUNN 55 ABRAHAM. Þá er fyrst að minnast ættföðurins Abrahams, manns- ins, sem var til þess af Guði kjörinn, að skapa ísraelsþjóð- ina og leiða þróun hennar á fyrsta áfanganum. Af fyrstu Mósebók sjáum vér, að Abraham hefir bæði séð dulsýnir og heyrt dulheyrnir. Hann heyrir ,,orð Jahve“ og sér hann. Þessi vera, sem hann nefnir Jahve, leggur áætlun fyrir mikilsverðustu atvikin í lífi hans, uppörvar hann og veitir honum leiðsögn, og svo ómissandi verður hún Abraham, að hann byggir altari, þar sem hann á sam- fundi við hana. Á einni slíkri samverustund, þegar myrkr- ið er að falla á, og skilyrðin þannig að skapast fyrir sál- ræn fyrirbrigði, tekur veran hann í djúpan svefnhöfga, sem nú er nefndur „trans“, á við hann merkilegt samtal og segir honum fyrir atburði í lífi hans og afkomenda hans um fjögur hundruð ókomin ár. Þannig er Abraham undir stöðugri vernd og leiðsögn þessarar veru, — en hver er hún? Er þetta raunverulega sjálfur Guð, hinn mikli skapari himins og jarðar, hin volduga æðsta vera, sem er að baki allrar heimsrásarinn- ar? Frá sjónarmiði kristinna manna er það óhugsandi, því að í Jóhannesarguðspjalli segir: „Enginn maður hefir nokkuru sinni séð Guð“. Vér trúum því ekki, að Guð birt- ist í mannlegu gervi, því að „Guð er andi“ og talar ekki við jarðneska menn eins og maður við mann í mannlegu holdi. Enn fremur er margt af því, sem þessi vera segir við Abraham og aðra menn hins gamla sáttmála, ekki þannig, að vér getum hugsað oss, að sjálfur Guð hafi tal- að það. En hver er hún þá, þessi vera? Hún kann að hafa verið einn af þjónum hans, einn af englum hans, sem Abraham gat haft samband við vegna hinna sálrænu hæfi- leika sinna. Slík dæmi hafa menn þekkt um allar aldir og vér þekkjum þau enn í dag, og þetta er eina skynsamlega skýringin, sem vér getum gefið, á sambandi ættföðurins, Abrahams, og þessarar dularfullu, ójarðnesku veru, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.