Morgunn - 01.06.1943, Síða 63
MORGUNN
57
KVONBÓN ÍSAKS.
ísak, sonur Abrahams og Söru, vex upp með foreldrum
sínum og líður fram að þeim tíma, að faðir hans verði að
sjá honum fyrir kvonfangi. Er öll hin skemmtilega frá-
sögn þrungin af sálrænum fyrirbrigðum.
Gamli þjónninn, sem sendur er í bónorðsförina austur
til Mesópótamíu, finnur með óvæntum hætti Rebekku,
frændkonu ísaks, er hún gengur út að brunninum til þess
að sækja vatn, og af þeim táknum, sem þar gerast, veit
hann, að þessi stúlka á að verða kona ísaks. Endalok þess-
arar sögu, sem að frásagnarsilld er ein af perlum Gltm.,
verða þau, að þjónninn gamli flytur brúðina sigri hrós-
andi heim til Kanaanslands.
Þarna er greinilega um sálræna sögu að ræða. Og þarna
er einnig um að ræða hiklausa trú á verndarenglana, þá
trú, sem á síðari öldum hefir dofnað svo mjög með kristn-
inni, að hún er víða því nær horfin með öllu. Þá trú, sem
Grímur Thomsen túlkar með þessum orðum: „Varðhalds-
englar voru gefnir, í vöku mönnum bæði og svefni“. Þeg-
ar Abraham sendir gamla þjóninn í þessa þýðingarmiklu
ferð, er hann fyrir fram sannfærður um árangurinn, því
að hann veit, að ósýnileg vera muni verða með þjóninum
í ferðinni og leiða málið til farsælla lykta. En að ósýni-
leg vera gat hjálpað, er ekki sízt því að þakka, að sjálf
Var Rebekka gædd merkilegum dulheyrnarhæfileika, það
sýndi hún síðar, er hún gat veitt viðtöku spá frá öðrum
heimi um mestu viðburðina í lífi sínu, fæðing sonanna,
Esaús og Jakobs.
JAKOB.
Af sonum þeirra Rebekku og ísaks verður Jakob sá,
sem handgengnastur verður drottni, og það er ekki vegna
siðferðislegra yfirburða sinna, því að í þeim efnum er
hann stórbrotlegur maður, líklega langt fram yfir bróður
Sinn. En drottinn útvelur hann samt vegna þess, að hann