Morgunn - 01.06.1943, Side 64
58
MORGUNN
er tvímælalausum sálrænum gáfum gæddur. Þarf í því
skyni ekki annað en benda á drauminn hans fræga í Betel,
þegar hann sér englana, ekki sem neinar vængjaðar, fljúg-
andi verur, eins og kirkjan hefir lýst þeim eftir að hún
hætti að vita hvernig þeir líta raunverulega út, heldur
sem menn með mannlegu yfirbragði.
Þannig öðlumst vér ekki réttan skilning á frásögnum
Gltm., ef vér skiljum þær ekki út frá sálrænu sjónarmiði.
Að öðrum kosti leggjum vér rangan skilning á menn og
málefni hins gamla sáttmála. Jakob ísrael, maðurinn, sem
þjóðin dró síðan nafn sitt af, er eitt allra gleggsta dæmi
þess. Allar hinar miklu syndir hans, jafnvel svívirðileg-
ustu svik hans við bróður sinn, blindan föður og helgustu
erfðavenjur ættarinnar, verða að víkja fyrir því, að hinar
sálrænu gáfur hans gera Jahve mögulegt að nota hann
sem miðil milli sín og manna. Á því einu er köllun hans
byggð.
JÓSEF.
Af öllum sonum Jakobs verður Jósef síðan sá, sem ber
höfuð og herðar yfir bræður sína, enda er hann gæddur
sálrænum gáfum langt fram yfir þá alla. Hann var
draumamaðurinn mikli og hefir einnig merkilega gáfu til
þess að ráða annara manna drauma, eins og draum Egypta-
landskonungs um feitu kýrnar og þær mögru (drauminn,
sem íslenzka þjóðin ætti að muna nú). Fyrir þetta kemst
hann til mannvirðinga mikilla í Egyptalandi, svo að bræð-
ur hans flytjast þangað til hans, en þannig flyzt ættlegg-
ur ísraels til Egyptalands. Ein af dulargáfum Jósefs var
spádómsgáfa, þess vegna segir hann við bræður sína:
„Vissuð þér ekki, að annar eins maður og ég kann að
spá?“
Þannig er saga feðranna, Abrahams, ísaks, Jakobs og
Jósefs, þrungin sálrænum fyrirbrigðum. Það sýnist stund-
um hafa verið nær því dagleg iðja þeirra, að hafa sálufe-