Morgunn - 01.06.1943, Síða 70
64
MORGUNN
undriö, og að þær geta fengið kirkjunni í hendur lykilinn
að þeim leyndardómum, sem að öðrum kosti verða óskilj-
anlegir miklum fjölda manna, sem þrá að skilja, einnig í
þessum efnum, og fjölda manna ótrúlegir með öllu.
En kirkjunnar mönnum, sem sýna hinum nýju vísind-
um skynsemdarlausan mótþróa, vil ég að lokum benda á
það, að ef svo fer, sem þeir óska heitast, að hin sálrænu
fyrirbrigði nútímáns reynist hugarburður og hégilja, sem
þó er vitanlega fjarstæða að láta sér koma til hugar að
geti orðið, þá hljóta kraftaverkafrásagnir Ritningarinnar
allar að fara sömu leið, og að fullkomlega er vanséð, að
kirkjan muni þola það áfall.
Sir Oliver Lodge, sá mikli og vitri maður, sagði einu
sinni, þegar honum fannst tregðan til að sinna hinum
nýju vísindum keyra úr hófi fram: „Ég furða mig ekki á
prestunum, því að þeir hafa gert það að köllunarverki
sínu að verja ákveðnar, gamlar kenningar. En ég furða
mig á stéttarbræðrum mínum, vísindamönnunum, því að
þeir eiga að hafa það markmið eitt, að leita sannleikans".
Það er líklega vegna þess, að vegna aðstöðu minnar
hlýtur mig að taka miklu sárara til prestanna, stéttar-
bræðra minna, að mig furðar miklu meira á þeim.
Hversvegna ég er spiritisti.
í erlendum blöðum og tímaritum um sálræn efni birtast allt af
öðru hverju greinar frá fólki, sem óskar að segja frá því, hvað orðið
hafi til að sannfæra það um sannleiksgildi spiritismans. I frásögn-
um þessum kennir margra grasa, sumir hafa sannfærzt af annara
reynslu, sem þeir hafa kynnzt af bókum, og munu þeir flestir. Aðrir
hafa fengið sannfæringuna af eigin reynslu hjá miðlum, og eru þeir
stöðugt að verða fleiri og fleiri, því að erlendu spiritistafélögin
kappkosta að hafa i þjónustu sinni æfða og áreiðanlega miðla og
gefa fólki kost á að fá hjá þeim fundi. Enn aðrir hafa sannfærzt af