Morgunn - 01.06.1943, Side 72
66
MORGUNN
Fyrsta frásögnin er geymd í Skýrslusafni Brezka Sál-
arrannsóknafélagsins, og er nefnd „Sagan af arfleiðslu-
skrá Chaffins“.
Chaffin, sem var bóndi í Canada, andaðist. Arfleiðslu-
skrá sína hafði hann gert nokkurum árum fyrir andlát
sitt, og þar hafði hann gert þriðja son sinn að einkaerf-
ingja búgarðsins með þeim skilyrðum, að hann tæki að
sér að annast móður sína. Lík bóndans var grafið, arf-
leiðsluskrá hans var rannsökuð og úrskurðuð rétt og lög-
leg, erfðamálið var þannig endanlega leitt til lykta.
Nú liðu sex ár, en þá dreymir einn af sonunum, að fað-
irinn kæmi til hans og segði við hann, að enn hefðu þeir
ekki fundið arfleiðsluskrá sína. Sonurinn mótmælti því,
en faðir hans hélt áfram: „Arfleiðsluskrána finnur þú í
vasanum á yfirfrakka mínum“. Soninn dreymdi sama
drauminn þrisvar sinnum. Þá fór hinn ungi Chaffin til
móður sinnar og spurði hana um yfirfrakka föður síns.
„Ég gaf hann yngra bróður þínum, svo að hann gæti not-
að hann við landbúnaðarvinnuna“, sagði móðirin. Þeir
völdu sér nú málaflutningsmann, sem fór til móðurinnar
og spurði um frakkann og eftir tilvísun hennar fannst
frakkinn. Fóðrinu var nú sprett upp og þar fannst bréf-
miði, sem á var skrifað: „Þið munuð finna arfleiðslu-
skrána í gömlu Biblíunni hennar móður minnar. Lesið
27. kapítulann í fyrstu Mósebók“. Nú þurfti að finna
gömlu Biblíuna hennar ömmu. Eftir nokkra leit fannst
hún rifin í tvennt uppi í þakherbergi, en milli blaðanna í
27. kapítula fyrstu Mósebókar var blað, brotið í þrennt,
á það var skrifað: „Þetta er hinzti vilji og erfðaskrá Jak-
obs Chaffins---------“. Þessi erfðaskrá reyndist að vera
skrifuð þrem árum síðar en hin fyrri, sem hafði verið
tekin gild, og hér voru börnin öll gerð að jöfnum erfingj-
um. Málið fór fyrir dómstólana. Endalokin urðu þau, að
sonurinn, sem áður hafði einn haft búgarðinn, samþykkti,
að hin nýfundna erfðaskrá skyldi gild og arfinum skipt
jafnt í samræmi við hana.