Morgunn - 01.06.1943, Page 75
MORGUNN
69
mér svarað. Ég fór þá rakleiðis til að biðja um nokkurra
daga leyfi frá störfum, og gaf að eins þá skýring, að ég
þyrfti að gegna þýðingarmiklu erindi. Ég fór til Bristol
og náði í fyrstu lestina, en hafði samt enga minnstu hug-
mynd um, hvers vegna ég væri að fara þetta. Þegar ég
kom til Portsmouth, fór ég rakleiðis til gamla vinar míns,
hr. Witts. Hann rak upp stór augu, þegar ég birtist í dyr-
unum, og sagði: „Guði sé lof, hver sendi þig hingað?“
„Hvað er að?“ spurði ég. „Það á að halda áríðandi fund,
ég er viss um að félagið okkar er að klofna í þrennt. Þú
skalt ekki koma í fundarsalinn fyrr en fundurinn er byrj-
aður“. Ég þarf ekki að segja þessa sögu lengri. Það varð
ekki af neinum klofningi í félaginu og starfið í kirkjunni
hélt áfram í fullum friði og með fullum samhug allra. En
það er því að þakka, að ég kom óvænt til þeirra á mikil-
vægu augnabliki. Ég treysti mér ekki til að skýra þetta
öðru vísi en sem andaleiðsögn, að þeir hafi getað gripið
inn í rás viðburðanna til að afstýra vandræðum.
] Ég hefi nú verið starfandi í spiritistahreyfingunni í 50
ár. Rannsóknir mínar hóf ég í febrúar 1892, er ég komst í
kynni við fólk, sem rak tilraunir heima hjá sér. Aðal mað-
urinn hét Billingsley. Hann hafði þá nýlega kynnzt spirit-
ismanum, var slátrari, kjötsali, og lifði við mjög lítil efni.
Við notuðum borð við tilraunirnar. Fólk hlær stundum
að borðhöggunum, en það er svo um mig enn í dag, að ef
mig vantar nöfn, heimilisföng eða önnur slík atriði, gef-
ar borðið mér jafnan betri svör en bráðlifandi miðill. Með
þessu fólki sat ég að tilraununum hvert miðvikudagskvöld.
Flestar orðsendingarnar komu í gegn um borðið. Frú Bill-
ingsley tókst að þjálfa með sér ágætar gáfur til skyggni
og hlutskyggni. Þegar fór að bera á skyggni hennar fór
hún að verða vör við svip af manni, sem oft sýndist vera
á ferðinni í húsinu. Því næst fór hún að sjá manninn og
loks fengum við hann að borðinu og hann vai'ð okkur þar
til all mikilla erfiðleika. Hann var ákveðinn í að koma ein-
hverjum skilaboðum til okkar, en hann hafði bersýnilega