Morgunn - 01.06.1943, Síða 79
MORGUNN
73
sem bræður mína og systur. Ég segi blátt áfram: „Jakob,
Tommi eða Halli, viltu nú ekki gera þetta eða hitt fyrir
vin þinn?“ Ég hefi leitazt við að eiga við þessa vini mína
samstarf eins og jafningja. Ef mér hefir fundizt ég hafa
betri skilning á því en þeir, hvað þeir þyrftu að gera til
þess að sannanirnar yrðu tryggari, hefi ég fortakslaust
haldið minni skoðun að þeim. Þeir hafa ævinlega tekið
því vel. Ef ég fer á opinbera miðilssamkomu, skrifa ég
ævinlega hjá mér allt, sem fram kemur. Ef til mín kemur
orðsending eða lýsing, býst ég við að fá sömu orðsending
eða sömu lýsing á öðrum stað hjá öðrum miðli. Einu sinni
talaði ég við hr. Blake um þetta. „Þetta er ágæt hugmynd",
sagði hann, „ég skal muna eftir þessu, þannig er unnt að
fá mjög kærkomnar staðfestingar á því, sem áður er fram
komið“. Fjórum mánuðum eftir að Blake var farinn af
þessum heimi, náði ég sambandi við hann hjá Lillian
Bailey í Edinborg. „Ég man vel hvað þig langaði til að fá
staðfestingarnar“, sagði hann. Ég fór til Glasgow og ætl-
aði að vera þar á sunnudags-kvöldfundi, þar sem frú ein
frá Paisley ætlaði að gefa skyggnilýsingar. Á fundinum
sagði hún: „Hér er maður kominn, hávaxinn, dökkur yfir-
litum og herðabreiður, hann heitir Frank og vill koma
þessari orðsending fram . . .“, og orðsendingin reyndist
að vera orði til orðs sú sama, sem ég fékk hjá Lillian
Baily í Edinhorg.
Ég legg áherzlu á það, að ef við viljum fá sannanir,
verðum við að leita eftir þess konar staðfestingum. Anda-
heimurinn er fullur af verum, sem sumar hverjar eru
miklu gáfaðri en þú og ég. Sýnið, að þið séuð verðug þess,
að eiga samstarf með þeim, og þá munu þær sýna ykkur
það traust, að veita ykkur þetta samstarf. Ég reyndi
snemma að gera mér þetta ljóst og haga mér eftir því.
Ég stakk upp á því við andavini mína, að mér mundi
þykja mikið til þess koma, að þeir gætu komið með ein-
hvern að sambandinu, sem við hefðum alls ekki þekkt og
hefðum enga hugmynd um á nokkurn veg, og að sá hinn