Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Page 81

Morgunn - 01.06.1943, Page 81
MORGUNN 75 um jólin ætla ég í heimsókn til hennar“, sagði ég. En þá kom önnur orðsending frá honum: „Ef þig langar til að sjá hana, þá farðu tafarlaust. Hún er að flytjast yfir til okkar. Allt er til reiðu og við erum að bíða eftir henni“. Móðir mín var áttræð, en mjög ern og hraust. Hún var stödd í Warwickshire, hafði farið þangað í heimsókn. Ég skrifaði bróður mínum tafarlaust og spurði hann, hvaða ráðstafanir ætti að gera, ef móðir okkar dæi í Warwick- shire. Bróðir minn svaraði mér óðara, og sagðist mundu annast það, ef til kæmi. Orðsendingin kom til mín á þriðju- dagskveldi, eins og áður segir. Á laugardaginn fór ég með lestinni til að heimsækja móður mína og ég kom á áfanga- staðinn nógu snemma til þess að snæða með henni mið- degisverð. Hún var þá svo hress, að hún borðaði meira en ég. Þótt komið væri að septemberlokum, var dagurinn yndislega mildur og fagur. Við gengum saman fjögurra mílna veg niður í sveitina, fram og til baka, og móðir mín var sérstaklega frísk og dugleg. Klukkan hálf níu um kvöldið fór ég af stað til Droitwich. Aðfaranótt miðviku- dagsins um kl. 3 vaknaði ég af svefni. Móðir mín stóð við rúm mitt, hún brosti svo, að allt andlit hennar ljómaði beinlínis. Þegar ég kom niður um morguninn, sagði hús- móðirin við mig: „Það var spurt um yður í símanum og þér eruð beðnir um að hringja til Blackheath“. „Móðir mín er önduð“, sagði ég. „Hvernig vitið þér það?“ spurði húsmóðirin. „Hún kom í svefnherbergið til mín í nótt. Ég veit þetta, það liggur ekki á að sírna, ég ætla að borða morgunverðinn minn fyrst“. Þá hringdi ég og náði í syst- ur mína. „Hvenær gerðist það?“ spurði ég. „Rétt eftir kl. 2“, svaraði systir mín. Þannig hafði hún komið til mín tæpri klukkustund eftir að hún var orðin laus. Vegna þess, sem ég hafði skrifað bróður mínum, var allt til reiðu, og þegar næsta mánudag fór ég til Bristol, til að vera við út- för hennar. Eftir útförina sátum við systkinin saman við ari.ninn og töluðum saman um liðna tíma. Þá fór elzta systir mín að barma sér og sagði: „Ég sakna hennar mest“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.