Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 82
76
MORGUNN
Ég hefi áður sagt, að við höfum öll systkinin sálræna hæfi-
leika, og þegar systir mín hafði lokið þessum orðum sín-
um, heyrðum við greinilega, eins og maður talaði við
mann, rödd föður okkar: „Alice, þú mátt ekki vera svona
sjálfselskufull. Þú hefir nú haft móður þína hjá þér í 25
ár, finnst þér ekki, að nú sé röðin komin að mér. Hún
hefir alið ykkur öll upp, svo að nú getið þið séð um ykkur
sjálf, finnst ykkur nú ekki vera kominn tími til, að ég fái
að njóta þess að vera með henni?“ Frá því að faðir minn
hafði andazt held ég að aldrei hafi liðið svo ein vika, að
ég talaði ekki við hann, en eftir að móðir okkar dó, náði
ég engu sambandi við hann í sex vikur. Ég skil það svo,
að vegna hins nýja fagnaðar hafi hann blátt áfram gleymt
gömlu böndunum við jörðina, og enn fremur kann móðir
okkar að hafa þurft allrar umhyggju hans við.
Þetta eru nokkrar af þeim staðreyndum, sem vissa mín
er grundvölluð á.
Mig langar að segja ykkur frá einni reynslu minni enn,
„occult“, dulfræðilegri reynslu.
Fyrir mörgum árum fór Lionel, bróðir konu minnar,
til Canada og skapaði sér þar sjálfstæða atvinnu. Fyrst
framan af skrifaði hann okkur stöku sinnum, síðan hætti
hann því og við vissum ekkert um hann. Við vissum það
síðast um hann, að hann átti heima í Toronto, þá hætti
hann að skrifa og svaraði ekki bréfum okkar. Þá var það
kveld nokkurt, að ég var að gera tilraunir með, að hve
miklu leyti dáleiðsla gæti hjálpað manni til að komast úr
líkamanum, og til þess að komast þannig inn í andaheim-
inn og sjá hann eins og hann raunverulega er. Þetta hafði
mér reynzt mögulegt og til eru þeir staðir í andaheimin-
um, sem ég þekki eins vel og ég þekki Piccadillytorgið í
London. Ég dáleiddi nú konu mína svo, að hún komst í
léttan dásvefn. Undir þessum aðstæðum má aldrei beita
valdi eða neinni nauðung við þann, sem dáleiddur er. Ég
spurði hana: „Mundi þig nú ekki langa til að komast úr
líkamanum?" „Jú“. „Ég held að þú getir það. Þú getur