Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 82

Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 82
76 MORGUNN Ég hefi áður sagt, að við höfum öll systkinin sálræna hæfi- leika, og þegar systir mín hafði lokið þessum orðum sín- um, heyrðum við greinilega, eins og maður talaði við mann, rödd föður okkar: „Alice, þú mátt ekki vera svona sjálfselskufull. Þú hefir nú haft móður þína hjá þér í 25 ár, finnst þér ekki, að nú sé röðin komin að mér. Hún hefir alið ykkur öll upp, svo að nú getið þið séð um ykkur sjálf, finnst ykkur nú ekki vera kominn tími til, að ég fái að njóta þess að vera með henni?“ Frá því að faðir minn hafði andazt held ég að aldrei hafi liðið svo ein vika, að ég talaði ekki við hann, en eftir að móðir okkar dó, náði ég engu sambandi við hann í sex vikur. Ég skil það svo, að vegna hins nýja fagnaðar hafi hann blátt áfram gleymt gömlu böndunum við jörðina, og enn fremur kann móðir okkar að hafa þurft allrar umhyggju hans við. Þetta eru nokkrar af þeim staðreyndum, sem vissa mín er grundvölluð á. Mig langar að segja ykkur frá einni reynslu minni enn, „occult“, dulfræðilegri reynslu. Fyrir mörgum árum fór Lionel, bróðir konu minnar, til Canada og skapaði sér þar sjálfstæða atvinnu. Fyrst framan af skrifaði hann okkur stöku sinnum, síðan hætti hann því og við vissum ekkert um hann. Við vissum það síðast um hann, að hann átti heima í Toronto, þá hætti hann að skrifa og svaraði ekki bréfum okkar. Þá var það kveld nokkurt, að ég var að gera tilraunir með, að hve miklu leyti dáleiðsla gæti hjálpað manni til að komast úr líkamanum, og til þess að komast þannig inn í andaheim- inn og sjá hann eins og hann raunverulega er. Þetta hafði mér reynzt mögulegt og til eru þeir staðir í andaheimin- um, sem ég þekki eins vel og ég þekki Piccadillytorgið í London. Ég dáleiddi nú konu mína svo, að hún komst í léttan dásvefn. Undir þessum aðstæðum má aldrei beita valdi eða neinni nauðung við þann, sem dáleiddur er. Ég spurði hana: „Mundi þig nú ekki langa til að komast úr líkamanum?" „Jú“. „Ég held að þú getir það. Þú getur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.