Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 84

Morgunn - 01.06.1943, Qupperneq 84
78 MORGUNN til þessa almenna siðar fyrri tíðar manna hafi legið ein- hver sérstök rök, og um það geta þeir borið, sem vaktir hafa verið á þennan hátt, að þannig er þægilegast að vera vakinn. Eigi að síður mun þó höfuðástæðan liggja dýpra. Fyrr á tíðum, meðan menn lifðu í nánara sambandi við náttúruna, skildu þeir einnig betur þá dularheima, sem um okkur lykja og í okkur búa. Þannig var draumalífið þeirri tíð meiri veruleiki en okkur er það, og þá forðuðust menn eftir því sem unnt var að rjúfa samhengið milli draums og vöku. Hver maður skyldi fá að „njóta draums síns“ eftir því sem verða mátti. En því að eins naut hann draumsins, að hann myndi hann þegar hann vaknaði. Og það er enn almenn trú hér á landi, að til þess að muna draum sinn glöggt, þurfi maður að rumska með því móti, að hann hreyfi fyrr fætur en höfuð. Ef til vill er það mið- ur nákvæmt að nefna þetta ,,trú“, því að flestir munu með eigin athygli geta gengið úr skugga um það, að svona er þessu í rauninni háttað. Draumalífið er eitt af rannsóknarefnum bæði sálfræð- inga og dulfræðinga, og sjálfsagt verður það undirdjúp seint að fullu kannað. Margir telja, að á meðan við sofum búi sálin ekki í líkamanum (sbr. þjóðsöguna um dalakút- inn), heldur sé hún þá að eins tengd honum með þræði þeim, sem eitt af ritum Biblíunnar nefnir silfurþráðinn. En eftir að sá þráður hefir slitnað, getur sálin aldrei framar tekið sér bústað í líkamanum. Á meðan við sofum er þá sálin ekki í þessum jarðneska heimi, heldur á öðr- um sviðum tilverunnar, og þangað telja sumir að hún sæki þann kraft, sem einn fær viðhaldið lífinu. Þetta er harla sennilegt, því að víst er um það, að hér í þessari jarðnesku tilveru er hún ekki nema gestur. Jarðlífið er, eins og Haraldur Níelsson orðaði það, ekki annað en brú á milli tveggja eilífða. Alkunnugt er það, að þeir, sem telja sig hafa fengið að vera sjónarvottar að aðskilnaði sálar og líkama, þykjast hafa séð sálina koma út úr höfði mannsins; enda er það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.