Morgunn - 01.06.1943, Side 86
80
MORGUNN
ætlað að túlka. Að Morgunn minnist þessarar bókar,
kemur af því, að í henni eru ljómandi falleg ljóð, sem eru
í fullu samræmi við þann hugsunarhátt um eilífðarmálin,
sem Morgni er ætlað að skapa og efla með þjóðinni. í
ljóðinu ,,Er vinir kveðja“ segir skáldið svo:
„Oss hverfur daggardropinn smár, — við dagsins yl,
vér vitum samt, að efra er — hann áfram til.
Og voru lífi lagði braut — að ljóssins strönd
sá Guð, er kveikti geimsins sól — og gaf oss önd.
Og hann það veit, hve verður bjart — um vinafund,
hve gamall harmur gleymist fljótt — þá gleðistund,
hve létt mun verða að líta þá — á liðna bið,
er brautin nýja, björt og heið, — oss brosir við“.
Við þenna fallega sálm hefir A. J. Johnson bankafé-
hirðir samið lag, sem notað hefir verið við jarðarfarir og
þótt fallegt og fara vel við textann. Er það nauðsynja-
verk, að fá nýja sálma með breyttum skoðunum manna
á eilífðarmálunum, svo að fólk neyðist ekki til að láta
syngja yfir ástvinum sínum látnum sálma, sem flytja
skoðanir, er það telur rangar og ekki sannleikanum sam-
kvæmar.
í bókinni er fallegur sálmur, sem heitir „Á Allra sálna
messu“, orktur undir einu af hinum tilkomumiklu lögum
Bachs, og margt annað, sem ætla má, að lesendum Morg-
uns þætti vænt um að kynnast. J. A.
Drauma-Jói.
Þann 7. júní s.l. kom til mín kunningi minn, Jakob Jóns-
son verzlunarm., og barst talið einhvern veginn að hinum
alkunna Drauma-Jóa, sem próf. Ágúst H. Bjarnason rit-
aði smábækling um og margir hafa lesið. En afi Jakobs