Morgunn - 01.06.1943, Síða 91
MORGUNN
85
Nú varð mikið missætti milli fundarmanna. Féll grunur á eftir-
litsmanninn, Houdini, að hann hefði haft svik í frammi . . . Eftir
þenna fund gaf Houdini út ritling og kvað öll fyrirbrigðin á fund-
um frúarinnar byggð á vísvitandi svikum. Þóttist hann á hverjum
fundi hafa orðið var við einhverjar svikatilraunir. Og nú hófst hin
harðasta blaðadeila út af málinu, sem allir nefndarmenn tóku þátt í.
Voi'u einkum þeir dr. Carrington og mr. Bird óblíðir í garð Hou-
dinis“.
Mér finnst það ekki fjarri, til þess að dæma þetta mál, að líta á
aðstöðumun þeirra sjónhverfingamannsins og- frú Crandon „Marge-
ry“. Hann var stórauðugur maður af því að leika sjónhverfingar
sínai', og fyrir hann var mikið í húfi, vegna yfirlýsinga, sem hann
hafði áður gefið, að svik sönnuðust á miðilinn. Hún fórnaði aftur á
móti stórfé árum saman til þess, sem hún vissi göfugast í heimi:
þjónustuna við sannleikann. En svo er lygin lífseig, að enn liggur
þessi menntaða, glæsilega og göfug'a kona undir þeim áburði, að
hafa haft svik í frammi í því máli, sem var henni og manni hennar,
prófessor Crandon, heilagt mál, vegna þess að þar var urn mikils-
verðan sannleik að tefla.
Sannleikurinn þolir að bíða ósigur um stund, en hann sigrar að
lokum, og svo er nú komið, að sjálfur Houdini, sem fyrir nokkurum
árum er látinn, hefir komið í miðilssamband og sannað sig með
þeim hætti, að koma orðréttu í gegn skeyti, sem hann hafði áður en
hann andaðist bundið fastmælum við konu sína, en engum öðrum
var kunnugt. Það er ekki ósennilegt, að „Margery" hafi þótt það
kaldhæðni örlaganna, að frú Houdini skuli nú vera margrengd af
þeim, sem eru álíka ósanngjarnir í hennar garð og látins manns
hennar og' Houdini var áður í garð „Margery".
Einn af þeim mönnum hefir skrifað greinina, sem „Úrval“ birti
í vetur, einn af þeim, sem ekki vilja sjá sannleikann eða viðurkenna,
en það væri óneitanlega viðkunnanlegra og meiri kurteisisvottur
við íslenzka lesendur, að vanda betur val þeirra manna, sem þýða
á eftir, og þá ekki sízt fyrir tímarit, sem nefnir sig „Úrval“.
Greinai'gerðina, sem hér fer á eftir, sendi séra Kristinn Daníels-
son ritstjóra „Úrvals“, en fékk hana endursenda, fékk hana ekki
birta, en vegna þess, að ekki er óhugsandi, að einhverjir lesenda
MORGUNS kunni að hafa lesið „Úrvals“-greinina, er hið endur-
senda svar séra Kristins birt hér.1) Ritstj.
1) í síðasta hefti „Úrvals“, sem kom út eftir að þessi grein fór
í pressuna, gerir ritstjórnin raunar nokkra bragarbót, og þó ekki
fullnægjandi, svo að MORGUNN birtir greinargerð séra Kristins
Daníelssonar engu að síður, Ritstj.