Morgunn - 01.06.1943, Page 93
MORGUNN
87
hafði heitið því. Aftur á móti hafði frú Margery engu fyr-
ir að gangast, því að þau hjónin voru stórrík og munaði
ekkert um verðlaunin. Voru þau hjónin vön að standast
kostnað af rannsóknum á hæfileikum hennar, en þær voru
margar og flóknar. Ekkert fullsannaðist um þetta og gat
því ekki verið um að ræða, að „fletta ofan af“ neinu. Enda
vissu allir, sem rannsökuðu hlutdrægnislaust, að slíkum
ráðum gátu ekki Crandons-hjónin beitt, sízt í fjárafla
skyni. Þau tóku aldrei fé, en kostuðu sjálf miklu til.
Þar sem segir í greininni, að miðlar hafi átt sök á því,
að fjöldi manns hafi misst vitið, þá eru þess engin dæmi.
Ritstjóri tímaritsins „Psychic News“ hefir hvað eftir
annað heitið stórri fjárupphæð hverjum þeim, sem sann-
aði þó ekki væri nema eitt dæmi þess, en það hefir aldrei
komið. En hann hefir skýrt frá vitnisburði frá ýmsum
læknum og yfirmönnum geðveikrahæla, að aldrei hafi
neinn sjúklingur í stofnunum þeirra verið geðveikur af
þeim sökum. En harðsnúnir andstæðingar eru þráfaldlega
með þessar rakalausu ásakanir. Aftur á móti hafa sann-
anir sálarz'annsóknanna létt þungíyndi af fjölda manna
og afstýrt sjálfsmorðum.
Að síðustu segir svo í greininni: „Houdini andaðist í
október 1926. Næstu tíu ár var kona hans á hundruðum
andafunda, en þeir báru engan árangur. Á tíu ára dánar-
degi hans reyndi hún í hinnzta sinn . . . Þegar fundurinn
var á enda, sagði frú Houdini: „Houdini hefir ekki komið
og ég býst ekki við að hann komi úr þessu“.“ Þetta er
mest allt sannanlega rangt. Houdini-skeytin voru tvö og
komu bæði í gegn hjá frægum miðli, Arthur Ford, sem
aldrei hefir hvílt á svikagrunur.
Fyrra skeytið, frá móður hans (Houdinis) til hans
sjálfs, var eins konar lykill að hinu síðara, en kom ekki
fyrr en 8. febr. 1928, að honum látnum. En frú Houdini,
sem ein gat dæmt það mál, lýsti yfir því, að þetta skeyti
innihéldi nákvæmlega orðsending þá, sem þeim mæðginum,
Houdini og móður hans, hefði komið saman um, áður en