Morgunn - 01.06.1943, Page 94
88
MORGUNN
gamla konan andaðist, og að ef þetta skeyti hefði borizt
Houdini í lifanda lífi hér í heimi, mundi það hafa gjör-
breytt ferli hans. Seinna skeytið var frá honum sjálfum,
látnum, til konu hans. Það var á nokkuð flóknu dulmáli,
en í því var orðrétt orðsending, sem þeim hjónum hafði
komið saman um að hann reyndi að senda henni, ef hann
dæi á undan henni, og engum var öðrum kunnugt um. Frá
því í nóvember 1928 komu dulmálsorðin smám saman á
8 fundum hjá Ford, og síðast 8. jan. 1929 kom allt skeytið
í réttri orðaröð. Daginn eftir, 9. jan., undirritaði frúin
eigin hendi svo hljóðandi yfirlýsing, sem víða hefir verið
birt:
„New-York City, 9. jan. 1929.
Hvað sem nokkur kann að staðhæfa í gagnstæða átt, óska
ég að lýsa yfir, að skeyti það, sem allt saman og í hinni ákveðnu
orðaröð, sem ég hefi fengið í gegn um Arthur Ford, er hið
rétta skeyti, sem fyrir fram var samkomulag um milli hr. Hou-
dinis og mín.
Beatrice Houdini.
Vottar:
H. R. Zander.' (Blaðamaður frá „United Press“.)
Minnie Chester. (Aldavinkona frúarinnar.)
J. W. Stafford. (Meðritstjóri „Scienfific American“.)“
Þessa yfirlýsing, sem í ýmsum ritum er til myndprent-
uð, áréttaði frú Houdini 11 dögum síðar, mjög ákveðið, í
löngu bréfi til Walter Winchnell, frægs blaðamanns. Segir
hún þar: „Hví skyldi ég vilja blekkja sjálfa mig?“ En
það hafði verið borið á hana, að hún hefði sagt miðlinum
Ford skeytið fyrir fram. Bréfið endar þannig: „Guð og
Houdini og ég veit, að ég brást ekki trausti hans til mín.
Um heiminn annars ætti ég ekki að kæra mig vitund, en
þó er ekki laust við það. Þess vegna þetta bréf. Fyrirgef-
ið, hvað það er langt. Yðar einlæg Beatrice Houdini".
Ári síðar, er borið hafði verið á hana, að hún hefði af-
neitað allri trú á það, að hún gæti náð sambandi við Hou-
dini, sagði hún í blaðaviðtáli við „Brookland Daily Eagle“:
„Dulskeytið, sem við höfðum komið okkur saman um