Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Page 97

Morgunn - 01.06.1943, Page 97
MORGUNN 91 um, að deyjandi fólk var búið að sjá inn í næsta tilveru- sviðið, áður en það var horfið af þessu jarðneska sviði. Þannig var það um Dennis Bradley, mjög þekktan sál- arrannsóknamann. Á andlátsaugnablikinu reis hann skyndilega upp í ruminu, andlit hans ljómaði og hann kallaði: „Sleppið mér! Nú er ég búinn að sjá það!“ Eng- inn maður, sem hefir fengið skyndisýn inn í annan heim, er fús á að hverfa til þessa heims aftur. Og þó —, ef vér megum trúa andaleiðtogunum, er eitt augnablik þessarar gráu, jarðnesku veraldar virði heillar aldar í himnaríki fyrir reynslu og þróun sálarinnar. Hinn frábæri enski miðill, Rosemary, sem með sam- bandi sínu við Forn-Egypta hefir vakið botnlausa undrun sumra sérfræðinganna um Forn-Egyptaland, hefir marg sinnis lýst því, þegar hún er að vakna úr transinum, hve hræðilegt það sé, að koma aftur frá ósýnilega heiminum til þessarar dapurlegu jarðar. „Ég þoli þetta ekki!“ hefir hún þá stundum heyrzt segja. Ég hefi oft setið fundina með henni ásamt dr. Frederick H. Wood, sem birt hefir skýrslurnar um fundina, og við höfum orðið lostnir undr- un yfir tregðu hennar til að hverfa til jarðneska líkamans aftur. Staðhæfing hennar um lífsskilyrðin í andaheimin- um eru mjög merkilegar, en að svo miklu leyti, sem mér er kunnugt er hún, að fráskildum dr. Wood og mér, eina lifandi manneskjan á jörðunni, sem hefir heyrt Forn- egyptsku talaða og veit hvernig hún var raunverulega borin fram. 27. júní, 1934, talaði Lady Nona, af vörum Rosemary, við mig á glæsilegri, leikandi egyptsku og með fögrum hreim, og á ensku, í viðurvist tólf votta. Það er auðvitað mál, að þýðingarmestu upplýsingarnar um lífið á andasviðunum koma frá hinum framliðnu sjálfum. Og það er eftirtektarvert, að því nær öllum þess- um lýsingum ber saman í aðalatriðunum. Menn gera sér flestir óhemjulega rangar hugmyndir um, hvernig það er að deyja. Menn halda að það sé því nær allt af örðugt og oftast jafnvel hræðilegt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.