Morgunn - 01.06.1943, Síða 100
94
MORGUNN
Starf þessa tvífaralíkama er furðulegt og þýðingarmik-
ið fyrir líf vort jafnvel á meðan vér erum í jarðneska
heiminum. Hann er eins og eins konar tengiliður milli
undirvitundarinnar („subconscious mind“) og heilans. Á
þennan hátt endurnýjar hann stöðugt veru mannsins, og
þegar sálin íklæðist tvífaralíkamanum í svefninum, og
hverfur því sem næst úr sambandi frá jarðneska líkaman-
um um stund, verður sá líkami svo að segja hlaðinn orku
til starfa komandi dags.
Með hjálp skyggnra manna — og nú á síðustu tímum
einnig með hjálp Ijósmyndavélarinnar — höfum vér kom-
izt að raun um, að á andlátsaugnablikinu losnar eterlík-
aminn, íklæddur „tvífaralíkamanum", frá hinum jarð-
neska, og byrjar að losna frá höfðinu, en þessi mynd, sem
þá er að fæðast af jarðneska líkamanum, er fyrst tengd
honum með tveim þráðum, sem liggja að „plexus solaris"
og heilanum, og hún dvelur fyrst í stað í námunda við
hann. Af eigin rannsóknum mínum og annara þykist ég
mega fullyrða, að þá sé sálin, eða maðurinn sjálfur að
lyftast í „tvífaralíkamanum“ frá hinum jarðneska, og að
þegar þræðirnir eru slitnir og fæðingin fullkomnuð byrji
sálin þegar líf sitt á því, sem vér köllum „næsta tilveru-
sviðið“.
Vér erum oft spurðir að því, hvort þessi fæðing til nýrra
sveiflna sé ekki sársaukafull. Hún er það ekki. Vér skul-
um minnast þess, að í lang flestum tilfellum dveljum vér
í millibilsheiminum, þar sem fæðingin fer endanlega fram,
í hálfgerðu meðvitundarleysi, líkt og móðirin er nú látin
fæða barnið í, í fæðingarheimilunum.
Lausnin frá jarðneska líkamanum getur stundum full-
komnazt á einni eða tveim klukkustundum eftir andlátið,
en stundum getur þetta tekið nokkra daga. En fæðingin
er æfinlega sársaukalaus.
Hinar krampakenndu líkamshreyfingar deyjandi manns
eru því nær ævinlega ósjálfráðar og stafa ekki af þján-