Morgunn - 01.06.1943, Síða 101
95
MORGUNN
ingum. Þær stafa að nokkru leyti af því, að þá er eterlík-
aminn að smá-losna frá hinum jarðneska.
Af því, sem nú er sagt, er ljóst, að í eterlíkamanum
flytjumst vér héðan af þessum heimi til hins næsta. Og
einnig það, að utan um eterlíkamann, og honum til varn-
ar, er svo nefndur astral-hjúpur. Hann samsvarar himn-
unni, sem er til varnar utan um fóstrið, þegar það fæðist,
og ljósmóðirin tekur þá utan af því.
Ég er sannfærður um, að þessi hjúpur er utan um eter-
líkamann ekki aðeins til þess, að gera fæðingu hans auð-
veldari, heldur einnig til verndar eterlíkamanum á meðan
hann er að venjast hinum nýju, örari sveiflum.
Fyrir kemur það, að þessi „astral-hjúpur“ hverfur aft-
ur til jarðarinnar, þegar eterlíkaminn hefir afklæðzt hon-
um, og reikar þá tilgangslaust um á fornum stöðvum.
Vegna þess að enn felst með honum eitthvert lífsafl, getur
hann birzt sem raunveruleg vera, en að eins um stutta
stund, þá leysist hann upp. Afturgöngur, sem sjást á
kirkjugörðum og víðar, eru stundum ekkert annað en
þessi „astral-hjúpur“, en stundum eru þær raunverulega
hinn framliðni sjálfur.
Ég vil nota tækifærið til þess hér, að lýsa yfir því, að
kenning hinna ágætu guðspeki-kvenna, Helenu Blavatski
og Annie Besant, um að allir andar framliðinna, sem birt-
ast, séu ekkert annað en þessi „astral-hjúpur“, og því alls
ekki sjálfur persónuleiki hinna framliðnu, styðst ekki við
nein rök eða sannanir. „Astral-hjúpurinn“ einn getur alls
ekki átt löng og viturleg samtöl við jarðneska menn né
komið fram með jafn háleitar orðsendingar og þær, sem
andi hins látna Frederick Myers kemur fram með í bók-
inni „Beyond Human Personality", sem hinn ágæti skrif-
miðill, Geraldine Cummins, skrifaði ósjálfrátt undir áhrif-
um hans.
Ég hefi stundum setið við hlið ungfrú Cummins, þegar
hún hefir skrifað ósjálfrátt ákaflega merkilegt og háleitt
efni með svo miklum hraða, að hún skrifaði h. u. b. 1800