Morgunn - 01.12.1952, Page 6
84
MORGUNN
æ fleiri og fleiri manna. Einn þeirra, sem nýlega hefur
kvatt sér hljóðs um málið er dr. Albert Schweitzer. Fáir
menn núlifandi njóta eins tvímælalausrar
Dr. Albert virðingar og hann, og ber til þess tvennt:
Schweitzer. bæði afburðagáfur hans afburðamannkostir.
Menn vita ekki að hverju þeir eiga að dást
mest í fari hans: vísindamanninum, listamanninum eða
mannvinum. 1 grein, sem hann reit nýlega í ameríska
tímaritið Tomorrow, tekur hann (í fyrsta sinn?) hin „para-
psychlogisku“ fyrirbrigði til meðferðar. Frásögn hans er
hlutlæg og hann segir frá því einu, sem eigin þekking hans
nær til. Um 40 ára skeið er hann búinn að helga lif sitt
að mestu þjónustunni við hina innfæddu í miðjarðarbaugs-
héröðum Afríku, og í daglegum samskiptum sínum við
þetta frumstæða fólk hefur hann orðið margra kynlegra
staðreynda áskynja, og frá þeim staðreyndum segir hann
í grein sinni. Eins og við mátti búast af hinum mikla sann-
leikspostula, er hann afar varfærinn í ályktunum sínum.
En hleypidómalaust gengur hann að verkefni sínu og forð-
ast að láta nokkrar fyrirfram myndaðar skoðanir hafa
áhrif á rannsókn sína og frásögn. Slík sannleiksleit hefur
verið leiðarljós þeirra manna, sem sálarrannsóknirnar hafa
átt mest að þakka.
Á liðnu sumri komu Kvekarar frá mörgum löndum
heims saman í Englandi, og gengu margir þeirra upp á
Pendle-fjallið í Lancashire, þar sem þeir telja, að trúfélag
þeirra hafi verið stofnað, þegar höfundur
Þriggja alda trúflokks þeirra, George Fox, fékk þar
minning. vitrun sína árið 1652. George Fox var
gæddur sálrænum gáfum og taldi sig tíð-
um fá vitranir, sem hann fór eftir, og reyndist þessi ójarð-
neska leiðsögn honum jafnan örugg. Trúflokkur Kvekara
varð til af andstöðu gegn rétttrúnaði ensku kirkjunnar á
þeirri tíð. Þeir höfnuðu að mestu leyti hinu opinbera helgi-
haldi kirkjunnar, helgisiðum hennar og sakramentum. Þeir