Morgunn - 01.12.1952, Side 17
MORGUNN
95
að búið var að saxa innihaldið svo smátt, að tæplega var
hægt að fá sæmilega tölu. Þeir félagar urðu mjög undrandi
yfir þessu, en tóku þó upp í sig úr hrúgunni, og virtist það
ekki hafa nein óvenjuleg áhrif á þá.
Ég ætla nú að taka orðrétt upp úr skýrslu Hjartar það,
sem hann tilfærir frá einum degi.
Þar segir svo: „Þegar ég var að vakna um morguninn,
heyrði ég að eitthvað skall um yfir í baðstofu Aðalsteins,
og segir þá Ólöf Arngrímsdóttir: ,,Nú er það tekið til.“
Var þá rétt byrjað að skíma í glugga. Klæddi ég mig og
fór yfir í baðstofuna, og hafði þá oltið um skattholsræfill,
er stóð undir baðstofuhlið, á vinstri hönd, er inn var geng-
ið. Aðalsteinn var að klæða sig, er skattholið valt um, og
sagði hann að aðrir mundu hafa sofið í sinni baðstofu.
Rétt á eftir var kastað bjórakippu, sem hékk á innan-
verðu eldhúsþili, og fram yfir þilið, sem náði aðeins upp að
bita, og fram í bæjardyragang, sem er undir sama risi
og eldhúsið.
Var ég þá staddur við boðstofudyr, sem eru andspænis
bæjardyrum, og svo sem 10—12 álna göng á milli.
Ég hljóp fram, en gat ekki séð nokkurn mann eða skilið
að það hefði nokkur maður verið kominn burt á svo stutt-
um tíma.
Stuttu síðar kom ég í búrið, og hafði þá verið velt þar
um tunnu, er stóð á sléttu gólfinu, og þurfti til þess tals-
vert átak, þar sem tunnan var nokkuð meira en hálf af
skyrblöndu. Ekki sá ég, þegar tunnan valt um.
Tveggja rúðu gluggi var á suðurhlið baðstofunnar, yfir
skattholinu, sem áður er nefnt, hrukku báðar rúðurnar úr
honum út í bæjarsund, önnur heil, en hin brotin, líkt og
kastað hefði verið í hana. Ekki var ég þá í baðstofunni,
°g hef þvi annarra sögn, en sá rúðuna og brotin utan við
gluggann.
Ég þóttist nú hafa veitt því eftirtekt, að þetta, sem við
hafði borið, væri flest í sama herbergi, eða nálægt Ragn-