Morgunn - 01.12.1952, Page 22
100
MORGUNN
valt á hvolf yfir flórinn. Var þá Ragnheiður þar nærstödd,
og hélt hún á ljósi í annarri hendi, en fötu í hinni. Ekki
var potturinn fullur, en aðeins nokkur sopi í honum.“
Um fjóspottinn, sem síðast er nefndur í skýrslu hrepp-
stjórans, skal það tekið fram, að það var 80 marka ílát,
og horfðu fleiri menn á það öðru sinni, að hann hófst á
loft, og hvolfdi sér yfir flórinn.
Þó nú atburðir þeir, sem nú hafa nefndir verið, gefi all-
glögga mynd af því ástandi, sem ríkti á heimilinu meðan
á þessu stóð, mun ég þó enn tilfæra nokkur atvik, sem
fyrir komu.
Gamall maður var hjá þeim hjónum, Aðalsteini og Jó-
hönnu, er Sigfús hét og var Sigurðsson. Hafði hann lært
úrsmíði og verið talinn mjög listfengur, en var nú orðinn
blindur.
Klukku átti Sigfús, sem honum þótti mjög vænt um, og
fékk enginn að draga hana upp nema hann sjálfur, og
geymdi hann lykilinn að klukkunni jafnan í vasa sínum.
Eitt sinn, er Sigfús ætlaði að draga upp klulckuna, var
búið að kengbeygja stóravísir hennar, og þótti það með
öllu óskiljanlegt, bæði vegna þess að klukkan var læst,
og lykillinn geymdur í vasa eigandans, og svo var bilið
milli skífu og glers svo lítið, að óhugsandi var að þetta
yrði gert með venjulegum hætti, þó nú að einhver hefði
verið svo illa innrættur að vilja skemma klukkuna fyrir
blindu gamalmenni, sem þótti sérstaklega vænt um hana.
Enda varð hann hryggur mjög, er hann varð þess var,
hvernig búið var að leika eftirlætisgripinn hans.
Ekki ósvipað þessu atviki með klukkuna er það, sem nú
skal greina.
Mikil brögð voru að því, að leirtau væri brotið, sérstak-
lega var það þó á búi þeirra Aðalsteins og Jóhönnu.
Það var því einn morgun, að mótbýliskonan, Ólöf Arn-
grímsdóttir, tók frá allt það leirtau, sem hún taldi sig geta
án verið, og setti það niður í kistu, sem stóð í baðstof-
unni.