Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 26

Morgunn - 01.12.1952, Side 26
104 MORGUNN Nú er gamli torfbærinn, þar sem allir þessir undarlegu hlutir gerðust, fallinn fyrir tímans tönn. Eftir aðeins hálf- gróið örið á hólnum, þar sem hann stóð. En hóllinn, hinn sérkennilegi Krummahóll, sem líkist fimbulstóru mannsnefi eða trölla —, stendur óbreyttur, með hinn einstæða klett í suðurhlið. Klettinn, sem okkur krökkunum var í þann tíð sagt, að væri inngangur að híbýlum álfanna, sem hólinn byggðu, og við trúðum þá. AÐALBJÖRN ARNGRlMSSON, Þórshöfn. Frú Etta Roberts, frægur líkamningamiðill, var ákærð fyrir svik árið 1891. Hún svaraði með því að krefjast rannsóknar á miðilsgáfu sinni, og þá tókst henni að halda áhrifaríkan fund. 60 manns sátu fundinn og frúin var höfð í vandlega innsigluðu vírbúri. Óhugsandi var að svikum yrði komið við. Samt komu margar líkamaðar verur fram fyrir utan vírbúrið, og sumar þeirra byggðu sig þar upp í allra aug- sýn. En annað gerðist meira: Frú Roberts sjálf var flutt í djúpum transsvefni út úr heilu vírbúrinu fram til fundar- gestanna. Búrið var úr þéttriðnu vírneti. Það reyndist ger- samlega heilt og innsiglin öll voru óhreyfð. Ýtarleg skýrsla var birt og undirrituð af tólf vottum.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.