Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 34

Morgunn - 01.12.1952, Side 34
Sambýlið. Sálmur eftir Váldimar Snævarr. ★ Ó, Drottinn Guð, af hjarta þakka’ eg þér, að þú af náð og miskunn gefur mér að líta’ í anda lífsins björtu strönd, er Ijómann hyllir bak við sjónhringsrönd. Eg finn, hve anga ódauðleikans blóm, og eins í lofti nem ég sálmahljóm. 1 björtum skrúða sé ég helgan her á hörpur leika, Drottinn, fyrir þér. Ég sé þá vini, sem ég kvaddi hér, ég sé þeir brosa allir hlýtt við mér. Ég skil, að elskan ennþá réttir hönd til ástvinanna á kaldri dauðans strönd. Ég sé, að móðir leggur lófann sinn á litla barnsins táravotu kinn. Ég sé, að vinur vinar signir brá, og víkur aldrei dánarbeðnum frá. Ég sé, að Kristur stendur lífs á strönd, hann stungna, gegnum nísta, réttir hönd. Hin þreytta mannssál krýpur bljúg á kné, en Kristur segir: Friður með þér sé. 0, Drottinn Guð, hve heitt ég þakka þér, að þú af miskunn hefir gefið mér þá trú, aö sambýlt sé á himni og jörð. — Þér syng ég glaður lof og þakkargjörð! VALD. SNÆVARR.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.