Morgunn - 01.12.1952, Side 34
Sambýlið.
Sálmur eftir Váldimar Snævarr.
★
Ó, Drottinn Guð, af hjarta þakka’ eg þér,
að þú af náð og miskunn gefur mér
að líta’ í anda lífsins björtu strönd,
er Ijómann hyllir bak við sjónhringsrönd.
Eg finn, hve anga ódauðleikans blóm,
og eins í lofti nem ég sálmahljóm.
1 björtum skrúða sé ég helgan her
á hörpur leika, Drottinn, fyrir þér.
Ég sé þá vini, sem ég kvaddi hér,
ég sé þeir brosa allir hlýtt við mér.
Ég skil, að elskan ennþá réttir hönd
til ástvinanna á kaldri dauðans strönd.
Ég sé, að móðir leggur lófann sinn
á litla barnsins táravotu kinn.
Ég sé, að vinur vinar signir brá,
og víkur aldrei dánarbeðnum frá.
Ég sé, að Kristur stendur lífs á strönd,
hann stungna, gegnum nísta, réttir hönd.
Hin þreytta mannssál krýpur bljúg á kné,
en Kristur segir: Friður með þér sé.
0, Drottinn Guð, hve heitt ég þakka þér,
að þú af miskunn hefir gefið mér
þá trú, aö sambýlt sé á himni og jörð.
— Þér syng ég glaður lof og þakkargjörð!
VALD. SNÆVARR.