Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 60

Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 60
138 MORGUNN Ég var þá stödd í ganginum, sem lá frá bakdyrastiganum fram hjá nyrðra snyrtiherberginu og inn í turnstofuna. Ljós var aldrei kveikt í þessum gangi hússins, nema þegar gestir voru hjá okkur. Maður varð að þreifa sig áfram i myrkrinu, káfa sig áfram af kunnugleika. Mig minnir að ég hafi verið að fara niður til miðdegisverðar og var að þreifa mig áfram í myrkrinu, er ég fann að hönd var lögð á öxl mér, þetta var mjög greinilegt. Ég hef víst sagt: „Hver er þarna?“ Enginn svaraði mér, en ég flýtti mér svo sem verða mátti yfir í aðalganginn og niður í borð- stofuna. Árin liðu og lengi sá enginn þessari dularfullu hendi bregða fyrir. 1 marzmánuði 1913 var ég í Canada, en það er hér fer á eftir sagði Redmond bróðir minn mér, en ekki aðeins hann, heldur líka systur mínar, þær Emily og Connie og einkaþerna móður minnar, Hanna Fraser, en öllum bar þeim saman í hverju smáatriði. Móðir mín lá þá veik í herbergi sínu, sem var þá í austurálmu hússins. Klukkan var um tvö eftir miðnætti og vökukonan var hjá henni. Einhver annar hlýtur þó að hafa verið inni hjá móður minni, því að annars hefði vökukonan ekki farið út frá henni. Vökukonan hélt nú sem leið liggur inn í barna- herbergið, sem enn þá var nefnt svo. Hanna var á fótum, viðbúin að hita te eða búa til kjötseyði, eftir því, sem beðið var um. Um leið og hún fór fram hjá aðalstiganum, nam hún aðeins staðar örstuta stund, hallaði sér fram yfir handriðið til þess að sjá hvað framorðið væri, en í stiga- beygjunni var stór stundaklukka. Hugsið ykkur hvílík skelfing greip vökukonuna, er hún sá stóra mannshönd líða yfir skífuna. Hönd þessi fól skífuna að mestu, en hún sá að þessi dularfulla hönd benti á að hún væri eitt. Dauð- skelkuð yfir þessari óvæntu sýn hljóp hún sem fætur tog- uðu eftir ganginum, inn til Hönnu og sagði henni, hvað borið hefði fyrir sig. Ég get ekki um það sagt, hvort Hanna hafði heyrt getið um að slíkt fyrirbrigði hefði áður sézt í húsinu, en hún svaraði hjúkrunarkonunni aðeins með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.