Morgunn - 01.12.1952, Síða 61
MORGUNN
139
þessum tveim orðum: „Allt vitleysa." Hitt get ég fullyrt,
að vökukonan hafði ekki heyrt sagt frá þessu fyrirbrigði
°g hafði ekki komið til Ryefield fyrr en hún var ráðin
«1 að vera vökukona hjá móður minni. Næstu nótt and-
aðist móðir mín klukkan eitt. Að svo miklu leyti, sem mér
er kunnugt, hefur þessi dularfulla hönd ekki sézt þar siðan.
Ég veit ekki um neina skýringu á tilefni þessa fyrir-
brigðis, en skal láta annars atviks getið, sem ætla mætti
að kynni að vera í einhverju sambandi við þetta. Þegar
faðir minn var að láta stækka húsið árið 1882, þurfti að
láta grafa nokkuð niður í grunninn, þar sem stiginn hafði
áður verið. Verkamennirnir fundu þá beinagrind af manni
i grunninum. Var hún heil að öðru leyti en því, að aðra
höndina vantaði. Hjá beinagrindinni fannst enn fremur
gömul hrútshorns tóbakskvörn, sem nú (1949) er í eigu
James Fane Gladwin, sem er kvæntur frænku minni Mary
(f. Warrand). Þetta er algeng tóbakskvörn, eins og menn
notuðu. Ég hef heyrt sagnir um, að beinagrind þessi myndi
vera af fjárhirði, eða fólk virðist hafa fyrir satt, að svo sé.
Einar Loftsson þýddi.
Minningargjöf
hm móður sína, Dagbjörtu Grímsdóttur, Njálsgötu 15,
Évik, hafa synir hennar gefið S.R.F.I., að upphæð kr.
2000,00. Fyrir nokkurum árum gaf frú Dagbjört heitin
°g sonur hennar jafnháa minningargjöf um látinn mann
hennar, Guðmund Guðmundsson, Njálsgötu 15. Fyrir þess-
ar höfðinglegu gjafir eru gefendum fluttar þakkir S.R.F.l.
Jón AuSuns.