Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Qupperneq 64

Morgunn - 01.12.1952, Qupperneq 64
142 MORGUNN Stundum undrumst vér, hve mörgum gengur erfiðlega að átta sig á sönnunum sálarrannsóknanna. Að vissu leyti er sú undrun vor eðlileg. Að hinu leytinu gætum vér þess ekki ævinlega nógu vel, að sumum þeim, sem ekki láta sannfærast, þykja rökin, sem vér berum fram, ekki nógu sterk. Ekki svo, að þeir vilji ekki láta sannfærast, heldur þannig, að rökin sannfæra þá ekki. Vér verðum að gera oss Ijóst, að það er afar örðugt að fá sannanir fyrir framhaldslífinu, sem standast stranga gagnrýni. Allir, sem við sálarrannsóknir fást og athuga miðlafyrirbrigðin, komast þráfaldlega að raun um, að það, sem þeir hugðu í byrjun vera fulla sönnun, reynist svo ekki við nánari athugun síðar meir. Þetta ber að hafa vel í huga, þegar farið er á tilraunafundi með miðlum. Fjar- hrifin eru staðreynd, þess vegna þarf ævinlega að gera ráð fyrir þeim, þegar meta skal sannanagildi þess, sem fram kemur í miðilssambandi. Vér vitum ekki, að hve miklu leyti hugur verkar á hug, eða hvernig hugsun getur borizt frá einum mannshuga til annars. Mér kemur til hugar atriði, sem kom á fundi á vegum S.R.F.l. fyrir fáum árum. Frú ein utan af landi fékk að- gang að fundinum og kom þangað öllum hinum fundar- gestunum ókunn með öllu, nema systur sinni, sem er bú- sett hér í bænum og fékk aðgang með henni. Á fundinum var henni sagt frá konu, sem sagt var að væri látin fyrir hálfum öðrum sólarhring. Nafn látnu konunnar kom, nafnið á bænum, sem hún átti heima á, og nafn látinnar móður hennar, sem sagt var að væri með henni. Frúnni þótti þetta afar kyndugt, þar sem hún vissi ekki betur en að þessi kona, sem var náin vinkona hennar og átti heima í sama héraði og hún, væri enn á lífi og við góða heilsu. 1 miðilssambandinu var fullyrt, að konan væri látin, hjart- að hefði bilað. Við eftirgrennslan kom í ljós, að allt var þetta nákvæm- lega rétt. Margir munu telja þetta hreina sönnun fyrir framhalds-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.