Morgunn - 01.12.1952, Side 67
MORGUNN
145
Því voru alúðarvinir hans til æviloka. Við fyrstu kynni
hans af þessu fólki gerðist merkilegt atvik.
Þegar hann kom inn í forstofuna í húsi Cheney-fólksins,
beindist athygli hans þegar í stað að hljóði, sem hann
þekkti að var skrjáf í þungum silkikjóli. Hann leit upp, en
sá, sér til undrunar, engan. Fáum mínútum síðar sat hann
á tali við hr. Ward Cheney í einni dagstofunni og heyrði
há aftur sama skrjáfið í silkikjól, en sá engan og gat ekki
gert sér grein fyrir orsökinni. Húsbóndinn sá honum
bregða og spurði um ástæðuna, en Home afsakaði sig með
bví, að hann hefði nýlega verið mjög veikur og þess vegna
væru taugar sínar enn óstyrkar. Naumast hafði hann
sleppt orðinu, þegar honum varð litið fram í dyrnar að
forstofunni, sem stóðu opnar. Þar sá hann standa lág-
vaxna, gamla konu, fjörlega í útliti og klædda gráum kjóli
úr þungu silki. Þá var gátan leyst, og hann heyrði aftur
skrjáfið í silkinu. Nú heyrði hr. Cheney einnig skrjáfið
°g spurði: „Hvað var þetta?“ og leit um leið að opnum
dyrunum. ,,Þetta,“ sagði Home, sem enn kom ekki annað
til hugar en konan væri fyllilega af holdi og blóði, — „þetta
er bara skrjáfið i gráa silkikjólnum gömlu frúarinnar."
Hr. Cheney svaraði engu, og nú beindist athyglin að
nokkurum meðlimum fjölskyldunnar, sem komu inn. Frúin
1 gráa kjólnum var ekki meðal þeirra, og Home undraðist,
begar hún sat ekki heldur við miðdegisverðarborðið. Eng-
ion minntist einu orði á hana. Þegar hann var að fara
ut úr borðstofunni, heyrði hann enn fast hjá sér sama
skrjáfið og fyrr, og nú heyrði hann rödd segja greinilega:
»Mér líkar það ekki, að önnur líkkista skuli hafa verið
iögð ofan á kistuna mína.“
Undrandi endurtók Home þessi orð fyrir Cheney-hjón-
únum og sagði nú frá öllu, sem fyrir hann hafði borið í
húsinu síðan hann kom. Hlustendurnir störðu þögulir ýmist
hver á annan eða á Home, unz húsbóndinn rauf þögnina:
>.Við könnumst vel við sniðið á fötunum, litinn á kjóln-
ia