Morgunn - 01.12.1952, Síða 68
146
MORGUNN
um og gerðina í vefnaðinum, sem þér segið frá. En þetta,
að önnur líkkista hafi verið lögð ofan á kistuna hennar,
er eins fráleitt og það er hlægilegt."
Home varð orðfall. Hann vissi ekki, hvað hann ætti að
segja. Honum hafði ekki komið í hug annað en að kona
þessi væri ein af heimilisfólkinu, unz hann heyrði hana
tala. Og enn vissi hann ekkert um, hver hún væri, í hverju
sambandi hún stæði við Cheney-fjölskylduna. Hann beið
átekta. Hér um bil einni stund síðar hljómaði sama röddin
aftur í eyrum hans, sagði sömu orðin, en bætti nú þessu
við: ,,Og það sem verra er, Seth hafði enga heimild til að
höggva niður tréð.“
Hann endurtók upphátt þessi orð. Hr. Cheney sýndist
lostinn undrun og hann sagði: „Vissulega er þetta mjög
einkennilegt. Seth bróðir minn hjó niður þetta tré, vegna
þess að það spillti útsýninu frá gamla heimilinu okkar.
En þá sögðum við öll einum rómi, að hún, sem nú þykist
vera að tala við þig, myndi aldrei hafa samþykkt að láta
fella tréð, ef hún hefði verið ofan jarðar. En hinn partur-
inn af orðsendingunni, þetta með líkkistuna, er hreinn
þvættingur."
Rétt fyrir háttatíma um kvöldið talaði röddin enn sömu
orðin til Homes, enn voru þau algerlega borin til baka.
Home fór í rúmið í þungum þönkum. Þetta var í fyrsta
sinn, að dulskynjun hans reyndist röng. Og jafnvel þótt
þetta reyndist allt rétt, gat hann með sjálfum sér ekki
sætt sig við þá tilhugsun, að andi, sem fengið hefði lausn,
væri að skipta sér af svona smámunum. Hann átti svefn-
lausa nótt.
Um morguninn sagði hann húsbóndanum áhyggjur sín-
ar. „Mér þykir þetta engu síður leitt en yður,“ sagði hr.
Cheney, „en nú skal ég sýna yður, að ef andinn er hún,
sem hann segist vera, skjátlast honum gjörsamlega. Við
skulum fara saman í ættargrafhvelfinguna okkar og þar
munuð þér sjá, að jafnvel þótt við viljum, er ekki hægt
að koma annarri líkkistu fyrir ofan á kistunni hennar.“