Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 8
2
MORGUNN
gjaldið — og auk þess að sjálfsögðu seld á bókamarkað-
inum við allmiklu hærra verði, verða úrval af ritgerðum
eftir Einar H. Kvaran um sálarrannsóknir og spíritisma.
Eru flestar ritgerðir þessa þjóðkunna snillings um þetta
mál fyllilega tímabærar enn og mun verða fagnað af
mörgum.
Ýms teikn eru þess á lofti, að rómversk kaþólska kirkj-
an sé að verða frjálslyndari í viðhorf-
Kaþólskt sálar- um en áður var. Búast margir við því,
rannsóknafélag að þess muni gæta í stjórnartíð Jó-
hannesar, hins nýja páfa, sem virðist
vera páfa frjálslyndastur nú um langan aldur. Róm-
verska kirkjan bannaði lengi vel bækur um sálarrann-
sóknir og spíritisma og reyndi að halda játendum sínum
fastlega frá að lesa þær. Samt hafa nokkrir kaþólskir
menn lagt merkilegan skerf vísindalegum sálan-annsókn-
um. Og nú hefir verið stofnað alheimsfélag rómverskra
manna um „parapsykologi", en það nafn er nú notað
mjög í stað gamla nafnsins. Frægur maður, Gabriel
Marcel, er heiðursforseti félagsins, en forseti þess er dr.
dr. Gebhard Frei í Austurríki, en hans hefir áður verið
getið í MORGNI. Félagið gefur út tímaritið Die Ver-
borgene Welt, sem hægt er að panta: Schondorf bei
Miinchen, og kemur það út hálfsmánaðarlega í litlum
heftum. Það er einkum vegna rita og kenninga dr. Helga
Péturss, að margir Islendingar hugsa
Er byggð á um möguleika á því, að byggð sé á öðr-
öðrum hnöttum? um stjörnum. Stjarnfræðingarnir sjálf-
ir hafa lítt fengizt við það efni, heim-
spekingar hafa að mestu leitt það hjá sér, og trúarbrögð-
in hafa sama og ekkert fengizt við málið. Það vakti at-
hygli, er formaður hinnar frægu stjamfræðistofnunar
í páfagarði, faðir O’Connell, lýsti yfir því í sambandi
við umræður um geimfarir, að mannverur kynnu að lifa
á öðrum stjörnum, þótt jörðin væri eina stjarnan í sól-
kerfi voru, sem búin væri lífsskilyrðum fyrir menn. Millj-