Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 10
4
MORGUNN
legu íhaldsemi gætir of oft í starfi kirkjunnar víða um
lönd. Reynt er að streitast við í lengstu lög að halda í göm-
ul fyrirmæli, gamlar reglur, unz almenningsálitið og
sterk andstaða almennings knýr prelátana til að láta
undan sem sigraðir menn.
Ehn lifir í glóðunum með kirkjumönnum í Noregi.
Fyrir nokkuru beitti próf. Hellesby sér fyrir fjársöfnun
handa Safnaðarháskólanum norska, sem „trúaðir" menn
stofnuðu þar í landi til þess að mennta og útskrifa guð-
fræðinga, þegar þeim þótti guðfræðideild háskólans
norska orðin of frjálslynd. f sambandi við fjársöfnunina
flutti Hallesby eina af sínum annáluðu prédikunum um
helvíti og ægilegar vítisrefsingar „vantrúaðra" í öðrum
heimi. Þá reis til öflugra andmæla dómprófasturinn á
Hamri, Hovden, einkum í viðtali við Dagbladet, sem er
áhrifamikið, frjálslynt blað í Osló. Nokkru
Hallesby og síðar hreyfði Schelderup biskup málinu í
Schjelderup nýársprédikun, sem vakti mikla athygli.
Síðar flutti hann opinbert erindi, þar sem
hann fór þungum orðum um þá fjötra, sem kirkjan væri
að fella á sig með fastheldni sinni við gömul, úrelt form
og gamlar, úreltar kennisetningar. Eins og fyrr er
Schjelderup biskup í brjóstfylking þeirra manna, sem
berjast fyrir frjálslyndri kristindómsboðun með Norð-
mönnum. Hann hefir ótrúlega oft staðið einn í þeirri
baráttu. Að þessu sinni tók dómprófasturinn á Hamri
sterklega í sama streng.
Annar merkur maður, dómprófastur St. Pálskirkjunn-
ar í London, dr. Matthews, er áhrifamikill baráttumaður
frjálslyndisins innan biskupakirkjunn-
Dr. Matthews ar ensku. Hann er einn af forystu-
dómprófastur mönnum félags kirkjumanna þar í
landi, sem vinnur að því að prestar og
kirkjumenn kynni sér alvarlega sálarrannsóknamálið. Og
hann er í brjóstfylkingu þeirra manna með Bretum, sem
vinna að því að fækka fordómum gegn öðrum trúar-