Morgunn


Morgunn - 01.06.1959, Side 16

Morgunn - 01.06.1959, Side 16
10 MOEGUNN fólk hans var allt mjög heittrúað á kaþólska vísu; og þar eð hinn ungi læknir var búinn að glata trú sinni og var eindreginn efnishyggjumaður, gat hann ekki hugsað sér að sigla undir fölsku flaggi. Hann vildi heldur treysta á eigin krafta til þess að koma sér áfram og hafnaði því boði fjölskyldunnar í London. Sir Arthur var mikill vexti, afburða karlmenni og feikna mikill íþróttamaður, ekki aðeins í æsku, heldur einnig fram á gamalsaldur. Til gamans vil ég geta þess hér, að hann var einn fyrsti Englendingurinn, sem fékk áhuga fyrir skíðaíþróttinni. Þegar hann var á fertugs- aldri, fór hann með konu sína, er þjáðist af berklaveiki, til Sviss, henni til heilsubótar. Kynntist hann þá hinni dásamlegu skíðaíþrótt, sem nú hefir breiðst út, allsstaðar þar sem tök eru á að iðka hana. Hóf hann sjálfur skíðagöngur, og lét ekki á sér standa, að hvetja landa sína til þess að gjöra slíkt hið sama. Áður höfðu Eng- lendingar ferðast mikið til Sviss á sumrin, en nú byrj- uðu þeir einnig að flykkjast þangað á vetrum til þess að stunda vetraríþróttir. Er Sir Arthur hóf læknisstörf settist hann að í South- sea, öllum ókunnur. Var hann í mestu vandræðum með að útvega sér húsnæði og lækningaáhöld, því að hann varð að byrja bókstaflega mcð tvær hendur tómar. Hann fékk lítið að gjöra og fór þá að reyna að skrifa smá- sögur og senda tímaritum, því að hann hafði alltaf haft löngun til þess að skrifa; enda höfðu allskonar listrænir hæfileikar verið ríkir í ætt hans. Fyrstu sögur hans um Sherlock Holmes vöktu þegar feikna athygli og urðu svo vinsælar, að hann var bein- línis þvingaður til þess að skrifa liverja söguna eftir aðra. Var hann seinast orðinn svo leiður á þeim Sher- lock Holmes og Dr. Watson, að hann ákvað loks að láta Sherlock I-Iolmes bíða bana á þann hátt að hann lét sögu- hetjuna hrapa fram af klettasnös í Sviss. Hann langaði til þess að snúa sér að allt öðrum viðfangsefnum bók-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.